Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 54
146
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
clavata, peridio papyraceo tenaci fuscescente lacero-dehiscente,
capillitio compacto sporidisque fuscis. Eintökin að þessari ein-
kennilegu tegund virðist Fries liafa fengið hjá Thienemann (ferð-
aðist um ísland 1821) og eru þau sennilega tekin í Skaftafelli í
Oræfum (Skaptafield). Hvað sem annars má segja um þennan furðu-
lega svepp, virðist það augljóst, að hér geti ekki verið um Bovista-
tegund að ræða. Jafnvel lögunin (kylfulagið) útilokar það. Hitt er
sennilegra, að þarna hafi meistarinn Fries lýst einliverri Lyco-
perdon-tegund og verður hún ekki rædd nánar hér. Hins vegar
virðist með góðum rökum mega strika Bovista clavata út úr ís-
lenzku eldsveppaflórunni.
í þessu greinarkorni hefur verið leitazt við að draga upp nokkra
mynd af útbreiðslu tegundanna eins og föng eru til, en því miður
er þekking okkar á útbreiðslu sveppanna í hæsta máta ófullkomin.
Meginhluti landsins hefur enn ekki verið kannaður sveppafræði-
lega, og fá svæði rækilega. Einna bezt kannaða svæðið er Eyjafjörð-
ur og Suður-Þingeyjarsýsla, ásamt efsta hluta Fljótsdalshéraðs. Get-
ur það einfaldlega verið orsök þess, að tvær hinar sjaldgæfari eld-
sveppategundir, B. plumbea og B. tomentosa, eru aðeins fundnar
á þessum svæðum.
Annað svæði, sem talsvert hefur verið kannað, eru sveitirnar í
kringum Faxaflóa, en þar hafa tegundir þessar ekki fundizt með
vissu.
Ef athugað er loftslag þessara tveggja svæða, kemur í ljós, að á
því er reginmunur. A fyrra svæðinu er meginlandsloftslag einna
mest á landinu, úrkoma lítil og mikill munur sumar- og vetrar-
hita, en á því síðarnefnda, Faxaflóasvæðinu, er einna mest eyja-
loftslag, úrkoma mikil og lítill munur á hita sumars og vetrar. Á
það hefur þegar verið bent, að báðar þessar tegundir séu fremur
bundnar við meginlandsloftslag, ef dæma skal eftir útbreiðslu
þeirra í nágrannalöndunum. Ef til vill er hér að leita skýringanna
á því, að þessar tegundir hafa ekki fundizt á Faxaflóasvæðinu.
Sé íslenzka eldsveppaflóran borin saman við flóru nágrannaland-
anna, sést, að hér vantar eina tegund, sem talin er vaxa bæði í
Noregi og á Grænlandi. Er það tegundin Bovista echinella Pat.
Er ekki ósennilegt, að hún eigi eftir að koma í leitirnar hér á
landi.