Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 56
148
NÁTTÚ RU1'RÆÐl NGURINN
Ingimar Óskarsson:
Glæsifífill
Hieracinm elegantiforme Dahlst.
I. Inngangur.
Ættkvíslin undafífill, eða Hieraciurn eins og hún er nefnd á vís-
indamáli, vakti litla athygli grasafræðinga hér á landi fyrir miðja
19. öld. Elztu eintök íslenzkra undafífla, sem ég hef séð, eru varð-
veitt í háskólasafninu í Cambridge í Bretlandi. Var þeim safnað
af grasafræðingnum Charles Babington í nágrenni Reykjavíkur
sumarið 1846 (sjá Babington, 1848). Þá tók danski grasafræðingur-
inn Chr. Grönlund nokkur sýnishorn fífla, er hann var hér á rann-
sóknarferðum sínum 1868 og 1876 (sjá Grönlund, 1881). Ennfrem-
ur má nefna Svíann H. F. G. Strömfelt, er var hér við jurtasöfnun
1883. Tók hann allmörg eintök undafífla í nánd við Eyrarbakka,
S. Þetta eru góð eintök og hafa verið varðveitt í Sænska ríkissafn-
inu í Stokkhólmi (sjá Strömfelt, 1884).
Alhliða söfnun undafífla hérlendis, jafnhliða öðrum tegundum
liáplantna, byrjar ekki svo að orð sé á gerandi fyrr en eftir 1890.
Eru j^að aðallega 3 Islendingar, sem framkvæma slíka söfnun á
næstu 15 árum, en það eru þeir Stefán Stefánsson (1901, 1924),
síðar skólameistari, dr. Helgi Jónsson og náttúrufræðingurinn Ólaf-
ur Davíðsson. En til þess að geta fengið nokkra yfirsýn yfir íslenzku
undafíflaflóruna, þurfti sérfræðingur að koma til skjalanna. Kom
það í hlut H. Dahlstedt, hins kunna, sænska undafíflafræðings, að
leysa það verk af hendi. Árið 1904 birti hann í vísindariti frum-
lýsingar 50 nýrra íslenzkra tegunda, auk allmargra afbrigða (Dahl-
stedt, 1904). Tegundir þessar voru víðs vegar að af landinu. Meðal
annars hafði Stefán tekið eina þeirra í Kaldalóni, NV., sumarið
1893. Nú virðist ekki vera annað til af þessum fundi Stefáns en
eitt hálfútsprungið eintak, sem geymt er í Grasasafni Hafnarhá-
skóla.