Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 62
154
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
IV. Afbrigði glæsifífilsins, lýsingar og fundarstaðir.
var. acidophylloides Oskarss. (3. mynd).
Stöngullinn grannvaxinn, 30 cm á hæð, með löngum, gisstæðum
hárum. Hvirfingsblöðin 3—6, smá, egglaga, stilkstutt og visna á
meðan á blómgun stendur. Stöngulblöðin 3—4, tiltölulega smá,
lensulaga — breiðstriklaga, heilrend og ydd. Öll blöðin grófhærð.
Úr öxl efsta stöngulblaðsins vex blómbær grein. Leggur toppkörf-
unnar langur. Biðan dökkgræn með dreifstæðum hárum og kirtil-
hárum og töluverðri stjarnloðnu. Krónur langtenntar. Stíllinn gul-
ur eða íbrúnn.
Eysteineyri í Tálknafirði, NV., Helgi Jónasson, 30. 7. 1959. Óx
í urð og innan um gras. Hrafnabjörg í Laugardal vestan Mjóa-
fjarðar, NV., Ingólfur Davíðsson, 18. 8. 1962.
Einkenniseintak (typus) í eigin safni (sjá Ingimar Óskarsson,
1961).
Að blaðlögun til svipar afbrigði þessu töluvert til H. elegans, en
að öðru leyti er það ólíkt.
var. chrysadenium Oskarss. (4. mynd).
Venjulega fáblóma, en getur þó verið með blómbærum greinum
í 3 efstu blaðöxlunum. Stöngulblöðin breytileg að lögun og tenn-
ingu, stundum með stórum þríhyrnulaga tönnum, greipfætt og
hærð beggja vegna. Biðan klædd einvörðungu þéttstæðum, gul-
typptum kirtilhárum. Stíllinn hreingulur.
Hólmavík, NV., Ingólfur Davíðsson, 14. 8. 1959. Tirðilmýri á
Snæfjallaströnd, NV., sami, 2. 8. 1959. Goðdalur í Strandasýslu,
NV., Bergþór Jóhannsson, 28. 8. 1946. Heydalur inn af Mjóafirði,
NV., Ingimar Óskarsson, 4. 8. 1953. Tvíhlið á Kaldbaksdal, NV.,
Helgi Jónasson, 1. 8. 1961.
Asgarður í Dölum, V., Helgi Jónasson, 21. 7. 1957.
Einkenniseintak í eigin safni (sjá Ingimar Óskarsson, 1961).
Sum eintökin frá Kaldbaksdal eru dálítið sérstæð, og hef ég að-
greint þau með nafninu: forma kaldbakense. Þetta eru 9—10-blaða
eintök, 85—95 cm á hæð, og eru sum blaðanna með grófum og
óreglulegum tönnum. Minna blöð þessi mjög á blöð af Hesteyrar-
fífli (H. tapeinocephalum Om.), svo að nokkur vafi getur leikið