Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 68
160
N ÁTT Ú RU FRÆÐ IN G U RI N N
O
▲
10. mynd. Útbreiðsla afbrigða glæsifífilsins.
Dislribulion oj varieties of Hieracium elegantijorme Dahlst.
VAR. ACIDOPHYLLOIDES
VAR. CHRYSADENIUM
VAR. POLYCLONUM
Meðal annarra breytinga, sem eiga sér stað, má nefna mismun-
andi fjölda stöngulblaða, mismunandi blómskipunargreiningu og
breytilega hæringu stönguls og blaða.
VI. Glæsifífillinn í ræktun.
Sumarið 1953 flutti ég glæsifífilinn úr Kaldalóni, NV., heim til
mín, að Langholtsvegi 3 í Reykjavík, og gxóðursetti liann í skrúð-
garð minn í magra garðmold. Eintak það, er ég setti niður, var
einungis með smáum blómknappi, en það dafnaði vel, blómgaðist
og bar fræ, sem spíruðu ágætlega næsta sumar. Nú er tegundin
búin að vaxa lijá mér að staðaldri í 10 ár. Tvö fyrstu árin varð
nokkur breyting á útliti hennar, og því breytta útliti hefur hún
haldið í flestu tilliti, og engu munað á þeim plöntum, sem upp af
fræi hennar hafa vaxið. Aðalbreyting tegundarinnar varð á hæringu
biðunnar, en hún gerðist eingöngu kirtilhærð; körfuleggirnir urðu