Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 69
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN
161
einnig kirtilhærðir, en bárn jafnframt greinilega stjarnhæringu.
Slíkar breytingar á hárafari biðunnar ern fágætar meðal undafífla,
sem teknir eru til ræktunar. Á hinn bóginn eru aðrar breytingar,
sem fram komu hjá glæsifíflinum, mjög algengar hjá öðrum teg-
undum ræktaðra fífla; en þær eru:
1. Mun fleiri körfugreinar (sjá þó afbrigðið var. polyclonum).
2. Allt að 12 stöngulblöð (hafa blöðin smækkað lítið eitt með
árunum).
3. Meiri gróska (hæðarvöxturinn oft um 1 metri).
Hvað lit stílsins snertir, þá hefur hann verið ýmist hreingulur
eða mógulur, en þannig er einmitt litur stílsins á þeim eintökum,
sem safnað hefur verið í Kaldalóni. Glæsifífillinn hefur reynzt
harðgerður í ræktun (fullkomlega á borð við skrautfífil, II. thulense
Dahlst.) og ónæmur fyrir sveppum, en þeir valda sýkingu á blöð-
um mjög rnargra undafíflategunda.
VII. Skyldleiki glæsifífils og annarra tegunda af Alpestria-deild.
Til þessarar deildar, er ég hef leyft mér að kenna við glæsifífil-
inn, teljast samkvæmt prentuðum heimildum 22 tegundir hérlendis
(sjá Ingimar Óskarsson, 1957 og 1961, og Stefán Stefánsson, 1948).
Af þeim eru 11 tegundir (glæsifífill ekki meðtalinn) einvörðungu
bundnar við norðvestur- og norðurhluta landsins, að undanskild-
um einum fundarstað einnar tegundarinnar og afbrigði annarrar.
Af þessum 11 tegundum eru 4 nákomnar glæsifíflinum, en þær eru
þessar: Kirtlafífill (H. atrichocephalum), fundinn við Ingjaldshól
á Snæfellsnesi og í Þorgeirsfirði, N. (sjá Dahlstedt, 1904), Trostans-
fífill (II. paurocyma Om.j, fundinn í Trostansfirði og við Hólma-
vík, NV., (sjá Omang, 1938), Ólafsfjarðarfífill (II. rhombotum
Oskarss.) frá Þóroddsstöðum og Kleifum í Ólafsfirði, N. (sjá Ingi-
mar Óskarsson, 1957) og lágkol lsfífill (H. tapeinocephalum Om.j,
safnað á Hesteyri og í Súgandafirði, NV. (sjá Ontang, 1938), auk
afbrigðis af honum (var. praeglandulum Oskarss.) úr Loðmundar-
firði, A. (sjá Ingimar Óskarsson, 1957).
Skal nú litið á skyldleika þessara fjögurra tegunda og glæsifífils-
ins.
1 Grasasafni Hafnarháskóla eru til 2 eintök af kirtlafíflinum úr
Þorgeirsfirði og hef ég athugað þau. Hafa þau fjölmargt sameigin-