Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 71
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
163
VIII. Uppruni glæsifífilsins.
í kaflanum hér á undan er sagt, að 22 tegundir fífla af glæsi-
fífilsdeild eigi að vaxa hér á landi. Af þeim eru 4 tegundir skráðar
frá Vestfjörðum: Glæsifífill, Trostansfífill, lágkollsfífill og brodd-
tannafífill (H. oxyodontophorum Oskarss.). Af síðast nefndri teg-
und er aðeins til eitt, óútsprungið eintak, tekið að Brjánslæk á
Barðaströnd (sjá Ingimar Óskarsson, 1957), og leikur vafi á því,
hvort það tilheyrir þessari deild eða ekki. Verður því ekki frekar
rætt um þá tegund hér. Trostansfífil og lágkollsfífil hef ég talið
réttmætt að gera að afbrigðum af glæsifífli. Niðurstaðan verður
þá sú, að á Vestfjörðum vaxi ekki aðrar Alpestria-tegundir en
glæsifífill (H. elegantiforme Dahlst.).
Eins og vaxtarstaðir glæsifífilsins bera með sér, þá unir tegundin
sér bezt á útkjálkum norðanlands og vestan, þar sem snjóþungt er
og vetrarríki mikið. Þar vex og önnur fjölblaða tegund við svipuð
skilyrði, en það er skrautfífillinn (H. thulense Dahlst.) af Prenan-
thodea-deild (sjá Dahlstedt, 1904). Báðar tegundirnar eru afar harð-
gerðar og hafa svipaða ritbreiðslu. Sem sameiginlega vaxtarstaði
þeirra má nefna: Hesteyri, Súgandafjörð, Arnarfjörð, Hvamm í
Hvammssveit, Búðahraun, Fljót, Ólafsfjörð og Skíðadal.
Af þessari samstöðu nefndra tegunda mætti draga þá ályktun, að
þær séu jafnaldrar í landinu, enda þótt glæsifífillinn sé einlend
tegund, en skrautfífillinn ekki.
í samanburðarskyni er bezt að athuga fyrst útbreiðslu skraut-
fífilsins á erlendri grund. Ættfaðir hans er H. prenanthoides Vill.,
sem finnst víða í hálendi Bretlandseyja, í frönsku og svissnesku
Ölpunum og á allmörgum stöðum í Noregi og í Svíþjóð. í Skandi-
navíu hefur tegundinni verið skipt í sjálfstæðar smátegundir og
er ein a£ þeim skrautfífillinn. Nútíma útbreiðsla H. prenanthoides
og afkomenda hans bendir ótvírætt til þess, að hér sé um gamlar
tegundir að ræða, sem hafi þraukað einhvers staðar i Norðurálfu
allan jökultímann. Um tegund þessa, eða nánar tiltekið um H.
thulense, segir H. Dahlstedt (1904) í riti sínu um íslenzka unda-
fífla: „Die letztere1) hat eine sehr weite Ausbreitung in der nörd-
lichen und centralen Hochgebirgsgegenden Skandinaviens. Sie ist
unzweifelhaft (auch) von praeglacialem Ursprung.“
1) Þ. e. H. thulense.