Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 72
164
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
Hafi skrautfífillinn lifað af jökultímann, eða meginhluta hans,
í Skandinavíu, þá gat hann það engu síður hér á landi. Og kem ég
nú aftur að glæsifíflinum. Er það skoðun mín, að hann hafi getað
staðið skrautfíflinum fyllilega á sporði í lífsbaráttunni. Hafi skraut-
fífillinn haldið velli í stríðviðrum jökulaldar, þá ætti glæsifífillinn
að hafa getað það líka. En hvar er hægt að finna ættföður glæsi-
fífilsins? Sri leit verður ekki auðveld. Tegund þessi er mun lausari
í reipunum en skrautfífillinn og því líklegt, að hinn eiginlégi for-
faðir hennar sé löngu úr sögunni; hafi rnáske fyrir óralöngu vaxið
í Norður-Evrópu, og klofnað þar síðan í margar einingar, sem nú
eru orðnar vel aðgreindar tegundir, auk margvíslegra afbrigða.
íslenzki glæsifífillinn er að minni hyggju einn af þessum klofning-
um, og hefur mótazt hér allt frá upphafi jökultímans.
Hinn víðkunni þýzki undafíflafræðingur K. H. Zahn (nú látinn)
telur aðeins 4 tegundir, sem eru í ættartengslum við glæsifífilinn
(sjá Engler, 1921), en þær eru: II. plicatum Lbg., II. elegans Lbg.,
báðar norskar, og vex sú síðartalda mjög norðarlega í landinu.
Næst er H. amitsokense Almq., grænlenzk tegund, og loks er H.
groenlandicum Arv.-Touv., einnig grænlenzk tegund, en finnst
líka á Nýfundnalandi og í Labrador. Ég hef athugað nefndar teg-
undir og komizt að raun um, að ekki er unnt að rugla jreirn saman
við glæsifífilinn, þrátt fyrir sýnilegt ættarmót. Jafnvel H. elegans,
sem talin er nákomnust íslenzku tegundinni, er svo greinilega frá-
brugðinn henni, einkum að því er snertir hæringu blómskipunar-
innar, að útilokað er, að misgrip sé hægt að taka á þessum tveimur
frændfíflum.
S U M M A R Y
On Hieracium elegantiforme Dahlst.
by I. Óskarsson,
The Uiiiversily Research Institute, Reykjavik.
In tliis paper the author discusses one of the endemic Hieracium specics
in Iceland: Hieracium elegantiforme Dahlst. He infornts of its distribution,
its likely origin and describes its different varicties. Tltis species was first
collected by Stefánsson in Kaldalón, NW., in the summer 1893. Since then
its main distribution is proved to be in the Vestlirdir peninsula. The author