Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 74
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN
166
Ingólfur Davíðsson:
Slæðing
ar
Þegar landnámsmenn komu til íslands £yrir nær 11 öldum, var
Jandið eflaust miklu betur gróið en nú. Það var viði vaxið milli
fjalls og fjöru, ritar Ari fróði. Fjölmörg örnefni benda í sömu átt,
og í seinni tíð sanna frjógreiningar sögu Ara og sýna, að mikil
umskipti hafa orðið við landnámið. Gróðurinn liafði dafnað í friði
í þúsundir ára og hefur þá verið samfelldari en nú, og gróður-
breiður hafa náð lengra inn til heiða og hálendisdala.
En tegundir hafa þá verið mun færri. Þeir Áskell Löve og Stein-
dór Steindórsson telja, að um 100 tegundir, sem nú eru taldar
fullgildir borgarar í gróðurríki Islands, hafi slæðzt til landsins með
mönnum og varningi. Gerir Steindór ýtarlega grein fyrir þeim
tegundum í ritinu On the Age and Immigration of the Icelandic
Flora, árið 1962 — og vísast hér til þess. — Landnámsmenn fluttu
með sér búfé og korn og hafa jurtafræ eflaust borizt með heyleif-
um, korni og öðrum farangri. Líklega helur t. d. arfi borizt þegar
í hlaðvarpa fyrsta landnámsmannsins. Sömuleiðis varpasveifgras
o. fl. Gamlir slæðingar, nú löngu ílendir, eru líka baldursbrá, húsa-
puntur, þistill, græðisúra, garðahjálmgras o. fl. Njóli er gamall
slæðingur, en hann var líka nytjajurt fyrrum og hefur e. t. v. verið
fluttur inn til ræktunar. Hann hefur verið fluttur milli héraða
og gróðursettur allt fram á okkar öld. Njóli var nýttur til lækninga
og með keytu til Jitunar. Njólastrokkarnir voru notaðir sem spólur
í vef. Kann svo að vera um fleiri tegundir, að þær séu fornar nytja-
jurtir.
Líklega hefur eitthvað af jurtum slæðzt til landsins allar aldir
íslandsbyggðar; talsvert á landnámsöld, síðar minna, meðan sam-
göngur voru litlar, en mest eftir aldamót, er ræktun óx og sant-
göngur jukust. — Margar algengustu jurtirnar kringum hús og bæi
eru í raun og veru innflytjendur, sumar álíka gamlar í landinu
og þjóðin sjálf, en aðrar yngri.