Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 75
NÁTTÚRUFRÆÐ I N GU RIN N
167
En yfirgefum nú hlaðvarpann og göngum út á túnið. Þar ráða
grastegundir ríkjum. Á gömlu túnunum eru algengustu tegund-
irnar vallarsveifgras, túnvingull, língresi og snarrótarpuntur. Þær
eru sennilega gamlar í landinu, miklu eldri en landnámið, a. m. k.
sumir stofnar þeirra. Þessar tegundir eru einnig algengar utan túns
út um hlíðar, holt og móa. En miklu minna hefur borið á þeirn
meðan skógur klæddi landið. Eitthvað hefur líklega bætzt við af
erlendum stofnum á landnámsöld og rnikið hina síðustu áratugi,
þegar nýrækt jókst stórkostlega og farið var að flytja inn grasfræ
árlega, bæði af áðurnefndum tegundum og öðrum, t. d. háliðagrasi,
vallarfoxgrasi, sandfaxi, rýgresi og axlinoðapunti. Þannig geta vaxið
á sama túni afkomendur tegunda, sem að öllum líkindum eru æva-
garnlar í landinu og hafa e. t. v. hjarað þar síðustu ísöld, og við
hliðina á þeim erlendir stofnar sörnu tegunda frá landnámsöld,
eða komnar fyrir nokkrum árum síðan, eða kannski í fyrravor. Og
hvaðan? Grasfræ hefur lengi verið flutt inn frá Noregi, Danmörku
og Finnlandi. Sandfax til tilrauna frá Bandaríkjum Norður-Ame-
ríku og eitthvað frá Kanada á stríðsárunum. Hænsnafóður kom
fyrrum frá Danmörku, en mörg undanfarin ár frá Bandaríkjunum,
aðallega miðríkjunum.
Á sáðsléttum og í grennd hæsnabúa sjást á hverju ári ýmiss kross-
blóm, t. d. akurkál, mustarður og desurt; einnig bókhveiti, hélu-
njóli, korntegundir, akurarfi, freyjubrá, baldursbrá, tvítönn og
margt fleira.
Straumur jurtaslæðinga hefur aukizt mjög síðustu áratugi. Sumar
slæðingstegundir hafa náð fótfestu í landinu, en margar eru ein-
ærar jurtir og tegundir, sem ekki lifa hér veturinn, þótt fjölærar
séu að eðlisfari. En þær berast hingað margar hverjar árlega. Enn
fremur er margt sjaldgæfra slæðinga, sem berast hingað sjaldan og
á fáa staði. Eru fjölmörg dæmi nefnd í slæðingaskránni, sem fylgir.
Slæðinga má flokka í tvær deildir. A. Slæðinga, sem berast af
tilviljun til landsins með grasfræi, hænsnafóðri o. fl. varningi. B.
Tegundir, sem fluttar eru til landsins af ásettu ráði til ræktunar,
en slæðast síðan út fyrir tún, garða og gróðurreiti, t. d. sumar gras-
tegundir og skrautjurtir. Sumar innfluttar trjátegundir eiga líka
sennilega eftir að breiðast út og verða fullgildir borgarar í land-
inu og setja svip sinn á það. Ég skal nefna nokkur dæmi um inn-
flutninginn.