Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 76
168
N ÁTT Ú RU F RÆ.Ð INGURINN
Á árunum 1885—1893 gerði Schierbeck landlæknir tilraunir með
um 40 tegundir matjurta, um 100 tegundir trjáa og runna og á
þriðja hundrað tegundir skrautjurta. Árni Thorsteinsson land-
fógeti ræktaði einnig fjölmargar erlendar tegundir. Á árunum 1898
—1935 gerði Einar Helgason tilraunir með margar matjurtir og á
sjöunda hundrað tegunda skrautjurta, trjáa og runna. Síðan komu
gróðrarstöðvarnar, skógræktin og sandgræðslan til sögunnar og enn
síðar Atvinnudeild Háskólans. Ýmsar garðyrkjustöðvar og einstakl-
ingar hafa og flutt inn plöntur til ræktunar.
Þegar við Ingimar Óskarsson vorum að undirbúa Garðagróður,
laust fyrir 1950, fundum við rúmar 600 tegundir í skrúðgörðum
landsins, þar af 90 íslenzkar. Síðan hafa margar útlendar tegundir
bætzt við og eru hinar innfluttu tegundir skrautjurta, trjáa og
runna nú áreiðanlega mun fleiri en hinar íslenzku, villtu tegundir
landsins. I kaupstöðum ber t. d. víða mest á erlendum plöntum.
Matjurtirnar eru nær allar útlendar, líklega um 80 tegundir.
Allar gróðurhúsa- og stofujurtirnar eru útlendar að uppruna, a.
m. k. um 200 tegundir og fjölmörg afbrigði sumra þeirra. Nýræktar-
grösin eru og mörg hver útlend. Þetta er hlutfallslega mjög mikið
og sýnir þróunina.
Hlutur ræktaðra plantna og slæðinga fer stöðugt vaxandi. Sumar
innfluttu tegundirnar breiðast út frá görðum (sbr. slæðingaskrána).
Jarðhitasvæðin hafa nokkra sérstöðu, því að þar þrífast ýmsir slæð-
ingar sérlega vel. Verða sumir þeirra þar illgresi, þótt lítið beri á
þeim annars staðar, t. d. tvítannir og hjálmgras.
Ef til vi 11 verður ýmsum slæðingum útrýmt með illgresiseyð-
ingarlyfjum í framtíðinni. Lyfin gera líka það að verkum, að gras-
l'ræ, korn o. fl. sáðvörur eru nú „hreinni“ en áður, þ. e. síður bland-
aðar fræi annarra tegunda. Kann slæðingasagan eitthvað að breyt-
ast af þessum orsökum í framtíðinni.
Ég mun nú víkja að einstökum fundarstöðum slæðinga og síðan
rekja landnámssögu fáeinna tegunda, er ílenzt hafa á seinni tímum.
Á sorphaugunum í Reykjavík hefur árlega gelið að líta kynlegt
samansafn jurta, er þangað hafa borizt með úrgangi víðs vegar úr
borginni. Sumar tegundirnar sjást árlega, en aðrar sjaldnar. Teg-
undirnar eru þessar: Bygg (Hordeum), bæði sexraða og tvíraða bygg,
íkornabygg (H. jubatum), hafrar (Avena sativa), hveiti (Triticum
aestivum) og gaffalhveiti, rúgur (Secale cereale), randagras (Pluilaris