Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 77
N A'T T Ú RU FRÆÐ I N G U R1 N N
169
arundinacea var. picta), kanarígras (Phalaris canariensis), akurfax
(Bromus arvensis), sandfax (Bromus inermis), loðgresi (Holcus
mollis), gi'aslaukur (Allium schoenophrasum), bókhveiti (Fagopyr-
um sagit.tat.um), hrukkunjóli (Rumex crispus), vafsúra (Polygonum
convolvulus), hélunjóli (Chenopodium album), Síberíusól (Papaver
nudicaule), akurarfi (Stellaria graminea), dagstjarna (Melandrium
rubrum), næturfjóla (Hesperis matronalis), arfanæpa (Brassica
campestris), arfamustarður (Sinapis arvensis), akurhreðka (Raphanus
raphanistrum), akursjóður (Thlaspi arvense), garðableikja (Barbarea
vulgaris), skógarflækja (Rorippa silvestris), götudesurt (Sisymbrium
officinale), risadesurt f.S’. altissimum), hárdoðra (Camelina micro-
carpa), akurstjarna (Agroslemma githago), alsíkusmári (Trifolium
hybriclum), rauðsmári (T. pratense), gulur steinasmári (Melilotus
officinalis), gráertur (Pisum arvense), gulertur (P. sativum), úlfa-
baunir (Lupinus perenne), arfafjóla (Viola arvense), nónblóm
(Anagallis arvensis), ljósatvítönn (Lamium album), akurtvítönn
(L. purpureum), varpatvítönn (L. amplexicaule), baldursbrá út-
lend (Matricaria maritima), hóffífill (Tussilago farfara), regnfang
(Tanasetum vulgare), freyjubrá (Chrysanthemum leucanthemum),
salatfífill (Lactuca scariola), galtarfífill (Sonchus asper) grísafífiíl
(S. arvensis), silfurhnappur (Achillea ptarmica), krókamaðra (Gali-
um aparine), ribs (Ribes rubrum), og rnörg smá eplatré (Malus).
Enn fremur rófur og kartöflur. Þessar 53 tegundir hef ég allar séð
oftar en eitt sumar á árunum 1944—1960. I-Iefur sorphaugaflóran
þannig verið all fjölskrúðug, en verður það varla héðan af, eftir
að sorpeyðingarstöðin tók til starfa.
Haustið 1948 barst fregn um framandlegar jurtir við fiskverk-
unarstöðina Dverg við Framnesveg í Reykjavík. Þar liafði einnig
verið geymd „eikin hans Áka“. Reyndust þarna vera 11 tegundir
slæðinga og sumarið 1950 höfðu 6 nýir bætzt við í hópinn. Sjald-
gæfustu tegundirnar voru: Salturt (Suaeda maritirna), sápujurt
(Vaccaria parviflora), runnakerfill (Torilis anthriscus), rauðgresi
(Geranium robertianum), salatfífill (Lactuca scariola) og hrossafífill
(Petasit.es hybridus).
12. október 1959 leit ég eftir slæðingum við Flugvöllinn í Reykja-
vík og fann 22 tegundir, sumar sjaldgæfar. Flestar uxu nálægt gam-
alli birgðaskemmu. Tegundirnar eru þessar: Herpuntur (Agro-
pyrum Smithii), íkornabygg (Hordeum jubatum), bókhveiti (Fago-