Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 78
] 70
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
pymm sagittatum), hélunjóli (Chenopoclium album), hrukkunjóli
(Rumex crispus), borgarnjóli (Rumex oblusifolius), akui'sjóður
(Thlaspi arvense), varpasjóður (Thlaspi alpestre), akurperla (Lepi-
dium campestre), garðableikja (Barbarea vulgaris), götudesurt (Si-
symbrium officinale), skógarflækja (Rorippa silvestris), arfamust-
arður (Sinapis arvensis), aronsvendlingur (Erisimum cheiranthoi-
des), gulur steinasmári (Melilotus offici.nalis), krókmaðra (Galium
aparine), bergfléttudepla (Veronica hederifolia), akurfax (Bromus
arvensis), bygg, hafrar, hveiti og gullsporablóm (Linaria vulgaris).
Gullsporablómið fannst við flugvöllinn sumarið 1957 og blómgað-
ist vel. Lítið bar á því 1959, enda var svæðið þá rótnagað af hross-
um. En það sást þó enn s.l. sumar. Hefur áður aðeins fundizt í
Hafnarfirði (Löve). Margar tegundir slæðinga berast árlega til
Reykjavíkur og fleiri staða með grasfræi, hænsnafóðri o. fl. varn-
ingi, eins og þetta dæmi sýnir.
Nokkrar tegundir bárust með hernum á stríðsárunum, t. d. her-
punturinn fyrrnefndi, amerísk tegund, sem tók sér þá bólfestu á
Háskólalóðinni og við Elliðaárvog (Ingimar Óskarsson og Ingólfur
Davíðsson). Við Reykjalund í Mosfellssveit voru herbúðir miklar
á stríðsárunum og síðar svína- og hænsnabú. Sumir braggar stóðu
þar lengi. Þarna athugaði Einar M. Jónsson jurtir á árunum 1955—
1956 og fann 39 tegundir slæðinga alls. Eru um 20 þeirra fremur
sjaldgæfir, t. d. sólhattur (Rudbeckia), Noregsmura, garðaholurt,
íkornabygg, Silene noctiflorum, Anchusa arvensis, naðurkollur
(Echium) o. fl.
I Fossvogi í Reykjavík eru skurðir gróðursælir og auðugir af
slæðingum. Akurarfi (Stellaria graminea) vex þar í stórum, hvítum
flækjum, sem sums staðar hálffylla skurðina. Engjamunablóm (Myo-
sotis palustris) breiðist óðum út í skurðunum. 7—10 ára gamall
landnemi, vætudúnurt (Epilobium roseum), breiðist líka mikið út í
skurðbökkum og á skurðbotnum. Hún verður 50—90 cm há, með
ljósblárauð, smá blóm á greinóttum stöngli, sem er rauðleitur neð-
an til og ber æxlilauka á rótum. Silfurhnappur (Achillea ptarmica)
vex víða í og á skurðbökkunum, og stórvaxin garðabrúða hefur
og slæðzt þangað. Mjúkamaðra eða flækjumaðra (Galium mollugo)
sést á stöku stað og verða stönglar hennar 70—80 cm á lengd. Uppi
á skurðbökkunum vaxa: Hóffífill, krossfífill, gulbrá og þistill.
í Bessastaðahóhna hinum ytri hafa í mörg ár vaxið grózkumiklar