Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 80
172
NÁTTÚ RU FRÆÐ I N G U RIN N
girðingunni á Vöglum í Fnjóskadal. Á Þingvöllum breiðist það
einnig út, bæði á sendnu landi og inn í kjarrið. Má búast við, að
það breiðist víða út frá sáningu á næstu áratugum.
Slæðingar eru flestir á Suðvesturlandi. En þeir finnast samt í
öllum landshlutum, einkum í kaupstöðum. Snemma í ágúst sum-
arið 1949 sá ég þessar tegundir slæðinga í Neskaupstað: Akurfax,
axhnoðapuntur, háliðagras, rýgresi og vallarfoxgras uxu í sáðslétt-
um og grennd hænsnakofa. Bygg og hafrar sáust þar einnig. Enn
fremur uxu í kaupstaðnum: Bókhveiti, hélunjóli, vafsúra, arfa-
næpa, arfamustarður, garðableikja, skriðsóley, engjamunablóm,
þrenningarfjóla, kúmen, skógarkerfill, akurtvítönn, hjálmgras,
græðisúra, þistill, freyjubrá, gulbrá og krossfífill. Alls 25 tegundir,
að meðtöldum sáðsléttugrösunum. — Jón Lundi Baldursson, spari-
sjóðsstjóri, sem hefur athugað jurtir þar eystra, taldi fjölæru slæð-
ingana flesta nýlega. Græðisúruna sá hann fyrst 1954. Sumarið 1956
vísaði Jón Lundi mér á einn slæðing í viðbót, þ. e. purpuraþistil
(Cirsium heterophyllum), sem þar óx í gilbrekku innan um venju-
legan þistil, hinn þroskalegasti og hafði auðsjáanlega vaxið þarna
í nokkur ár. Framangreindar tegundir eru allar slæðingar í Nes-
kaupstað, þótt sumar þeirra, t. d. þrenningarfjóla, skriðsóley, græði-
súra og hjálmgras, séu löngu fullgildir borgarar í sumurn öðrum
liéruðum landsins.
22. ágúst 1962 leit ég eftir slæðingum í ísafjarðarkaupstað og
sumarbústaðahverfinu í Tungudal. Hin alkunnu sáðsléttugrös: Ax-
hnoðapuntur, háliðagras og vallarfoxgras hafa hér og hvar slæðzt
út um bæinn og grenndina. Akurfax (Bromus arvensis) einnig.
Sömuleiðis bygg, hafrar og hveiti. Útlend baldursbrá í sáðsléttu.
Dálítil breiða af blómgaðri arfanæpu (Brassica campestris) óx í
fjörunni. Skógarflækja (Rorippa silvestris) hefur lengi vaxið í veg-
jaðri í bænum. Þistill (Cirsiurn arvcnse) vex líka meðfram braut-
inni og við gamla bæjartrjágarðinn. Gulbrá (Matricaria matrica-
rioides) og krossfífil I (Senecio vulgaris) hér og hvar. Skógarkerfill
(Anthriscus silvestris) á nokkrum stöðum. Freyjubrá (Chrysanthem-
um leucanthemum) og engjamunablóm (Myosolis palustre) sjást
nálægt görðum í kaupstaðnum og enn fremur í talsverðum breið-
um í sumarbústaðahverfinu í Tungudal. Hér og hvar sáust: Akur-
arfi (Stellaria graminea), vafsúra (Polygonurn convolvulus) og silfur-
hnappur (Achillea ptarmica). Stórnetla (Urtica dioica) á einum