Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 81
NÁTTÚRU FRÆÐ 1 N G URIN N
173
stað. Skriðsóley (Ranunculus repens) algeng, græðisúra (Plantago
major) á strjálingi. Bókhveiti (Fagopyrum sagittatum) á einum stað.
Alls 23 tegundir. Skriðsóleyjan virðist eini verulega gamli slæðing-
urinn í ísafjarðarkaupstað.
20. júlí 1960 leit ég dálítið eftir slæðingum í kaupstaðnum á Pat-
reksfirði og sá 17 tegundir, jr. e. bókhveiti, hélunjóla, borgarnjóla
(R. obtusifolius), skriðsóley, vafsúru, akursjóð (Thlaspi arvense),
arfamustarð, arfanæpu, kúmen, skógarkerfil, krókamöðru, ljósutví-
tönn, græðisúru, gulbrá, freyjubrá, krossfífil og þistil. Þarna voru
Jjetta allt slæðingar, en t. d. kúmen, græðisúra, skriðsóley og þistill
eru sums staðar annars staðar ílend fyrir löngu.
Nú mun ég víkja að einstökum tegundum slæðinga. Skal fyrst
nefna útbreiðslu tveggja alkunnra tegunda, sem bersýnilega hafa
dreifzt aðallega út frá görðum, þar sem Jrær voru ræktaðar til
skrauts.
Engjamunablóm, eða garða-gleymmérei, (Myosotis palustris). í
Flóru, 3. útgáfu, er sagt: „Mjög sjaldgæf; Arngerðarháls, N.V.;
við Laugarnar í Reykjadal, Keldunes og við Litlá í Kelduhverfi,
N.; Seyðisfjörður, Au. Ræktað víða í görðum og slæðist Jjaðan all-
oft. Vex í raklendi.“ Hér í Reykjavík vex engjamunablóm nú all-
víða utan garða, t. d. í skurðbökkum, og víðar hefur Jrað slæðzt
út frá görðum suðvestanlands. — í ágústmánuði 1960 var ég á ferð
um Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur að skoða matjurtagarða. Kom
á flesta bæi — og gat þá svipazt dálítið um eftir slæðingum um-
hverfis bæina. Sá þá engjamunablóm á 12 stöðum utan garða í
Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Óx Jxið villt og virtist þríf-
ast prýðilega (og breiðast út að sögn) fram með lækjum og í vega-
skurðum. Fundarstaðirnir eru þessir: Syðri-Hóll í Au.-Hún. við
læk. Við ána í Hvammi í Skefilstaðahreppi í Skagafirði. í lækjar-
gili við Hátún hjá Glaumbæ. Við læk að Dúki í Sænrundarhlíð
og á Geirmundarstöðunr. I Birkilrlíð nálægt garði við veginn. A
Bjarnastöðunr í vegaskurði. Á Þorleifsstöðunr bæði í lækjargili og
í brautarskurði. Hefur vaxið lengi við læk á Sólheimum. í Varma-
hlíð í volgri jörð. Á Guðlaugsstöðum og Höllustöðum í Blöndu-
dal — á raklendi. Virðist engjamunablónrið vera að ílendast á þess-
um stöðum. Ingimar Óskarsson hefur getið Jress frá Hraununr í
Fljótum. Engjamunablóm hefur vaxið í mörg ár við Bláhvamm í
Reykjahverfi, að Litlu-Laugum í Reykjadal og i sumarbústaða-