Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 84
176
NÁTTÚ R U F RÆ ÐINGURIN N
heita, að gulbráin vaxi við hvern bæ um Ölfus, Flóa, Hreppa,
Skeið, Landeyjar, Eyjafjallasveit og Mýrdal. Vex hún víða í stórum
græðum og er áleitið illgresi. Um Holtin, Grímsnes, Haukadal og
Borgarljörð vex hún hér og hvar, en landnámið er þar greinilega
skemmra á veg komið. Hún mun hafa náð fótfestu í flestum kaup-
stöðum landsins, t. d. algeng í Vestmannaeyjum, Keílavík, Reykja-
vík, Hafnarfirði, víða á Akureyri o. s. frv. Á Síðu, t. d. á Kirkju-
bæjarklaustri og víðar; við marga bæi í Hornafirði o. s. frv. Gul-
bráin fylgir umferðinni, kemur t. d. venjulega fljótt á verzlunar-
staði, kirkjustaði og samkomustaði. Gulbráin er frjósöm, harðgerð
og nægjusöm jurt. I görðum og frjórri mold kringum bæi er hún
áleitið og allstórvaxið illgresi. En hún fleytir líka fram lífinu á
harðtroðinni jörð, á melum, stakkstæðum og milli götusteina; er
þar að vísu smávaxin og ber fáar körfur. Henni fjölgar greinilega
miklu örar sunnan lands en norðan. Gulbráin er ættuð austan úr
þurrum héruðum Mið-Asíu. Hún er dæmi um jurt, sem fylgir í
fótspor mannsins um víða veröld og notar öll farartæki — skip,
járnbrautir, bíla, jarðvinnslutæki, flugvélar o. s. frv.
í Náttúrufræðingnum árið 1959, bls. 227—230, er rakin land-
námssaga þriggja nýlegra slæðinga, sem virðast vera að ílendast.
Það eru: Hóffífill (Tussilago farfara), skógarkerfill (Antliriscus
silvestris) og geitakál (Aegopodium podagraria). Hóffífillinn fannst
í Reykjavík árið 1934. Hann breiðist út með jarðrenglum og sáir
sér líka árlega. Vex nú víða í Reykjavík og grennd, t. d. á Akranesi,
og er einnig kominn til Vestfjarða og austur á Seyðisfjörð. — Skóg-
arkerfill fannst fyrst árið 1940 að Ásum í Gnúpverjahreppi. Nú
vex hann í öllum landsfjórðungum, á mörgum stöðum og sáir sér
árlega. — Geitakál mun hafa vaxið alllengi á Austfjörðum og hef-
ur sennilega borizt þangað með Norðmönnum, e. t. v. fyrst að Ask-
nesi í Mjóafirði. En fundur þess var staðfestur 1948. Nú vex það
í Fáskrúðsfirði, Mjóafirði, Neskaupstað, Reyðarfirði, Reykjavík,
á Akureyri og Siglufirði. Geitakál breiðist einkum út með rótar-
sprotum, en sáir sér einnig, a. m. k. á góðum sumrum. Það gæti
hafa vaxið á Austfjörðum síðan á hval- og síldveiðitímum Norð-
manna þar um aldamótin.
Völudepla (Veronica chamaedrys) hefur vaxið 50—60 ár á Sól-
bakka í Önundarfirði og einnig lengi á Hvannökrum í Önundar-
iirði. — Sumarið 1963 lann Eyþór Þórðarson kennari völudepluna