Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 89
NÁTTÚRU FR/l.Bl N GUR] N N
181
40. Loðblágresi (G. molle).
41. Arfafjóla (Viola arvensis).
42. Spánarkerfill (Myrrlxis odorata), e. t. v. ílendur.
43. Valurt (Symphytum officmale).
44. Klójurt (Asperugo procumbens).
45. Hundatunga (Cynoglossum. officinale).
46. Uxajurt (Anchusa arvensis).
47. Naðurkollur (Echium vulgare).
48. Engjamunablóm (Myosotis palustris), nú ílent.
49. Garðamunablóm (M. silvatica).
50. Engjahjálmgras (Galeopsis ladanum), ílent?
51. Gullhjálmgras (G. speciosa).
52. Ljósatvítönn (Lamium album), nú ílend.
53. Flipatvítönn (L. hybridum).
54. Vatnaminta (Mentha aquatica).
55. Risasjóður (Rhinanthus rnajor).
56. Varmadepla (Veronica persica).
57. Reykjadepla (V. arvensis).
58. Regnfang (Tanacetum vulgare).
59. Malurt (Artemisia vulgaris).
60. Litunar-gæsajurt (Anthemis tinctoria).
61. Freyjubrá (Chrysanthemum leucanthemum). nú sennilega
ílend.
62. Hrossafífill (Petasites hybridus).
63. Galtarfífill (Sonchus asper).
64. Grísafífill (S. arvensis), sennilega ílendur?
Islenzkar tegundir (auk slæðinga og tún- og undafífla) voru taldar
428 árið 1948. Bæði túnfíflar og undafíflar höfðu þá verið klofnir
í fjölmargar tegundir.
Af þessum 64 slæðingum teljast 12 orðnir ílendir, þ. e.: Vallar-
rýgresi, knjápuntur, dúnhafri, axhnoðapuntur, hrukkunjóli, akur-
arfi, linoðafræhyrna, garðableikja, engjamunablóm, I jósatvítönn,
freyjubrá og grísafífill. Ef til vill má telja feiri, sem a. m. k. virðast
vera að ílendast, t. d. sandfax, ribs, reykjadepla, spánarkerfill, o. fl.
Nokkur vafi getur leikið á um t. d. dúnhafra og knjápunt, hvort
Jreir séu nýlegir slæðingar, eða hafi vaxið lengi í landinu, þótt ekki
sé langt síðan þeir fundust. Slæðingahugtakið er allteygjanlegt. í