Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 90
182
NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN
íslenzkum jurtum, 1945, telur Áskell Löve slæðinga til viðbótar,
þ. e. hegranef (Erodium sicturium) og gullsporablóm (Linaria vul-
garis). Slæðingar árið 1948 eru þá samtals (samkvæmt Flóru, 1.—3.
útg. og íslenzkum jurtum) 117 að tölu, og mega 22 þeirra teljast
orðnir ílendir.
IV. Síðan, á árunum 1949—1963, hafa nokkrir slæðingar fundizt
til viðbótar (og nokkrir verið skráðir, sem ekki eru í Flóru). Við-
bótarslæðingarnir eru þessir (Accidentally introduced species 1949
-1963):
1. Herpuntur (Agropyron Smithii); Reykjavík, 1945 og síðan.
2. íkornabygg (Hordeum jubatum); Reykjavík og víðar. Hefur
vaxið mörg ár í Bessastaðahólma. Sést flest ár.
3. Tartara-bókhveiti (Fagopyrum tataricum); Reykjavík, 1945
og víðar.
4. Risasúra (Polygonum sachalinense). Hefur lengi vaxið i
Brekkuþorpi í Mjóafirði, er einnig ræktuð þar í görðum.
5. Gæsanjóli (Chenopodium opulifolium); Glerárþorp, 1951.
6. Grænn gæsanjóli (Chenopodium pratericola); Akureyri, 1951.
7. Salturt (Suaeda maritima); Reykjavík, 1948.
8. Sódaurt (Salsola rut.henica); Gleráreyrar, 1950.
9. Sápujurt (Vaccaria parviflora); Reykjavík, 1948.
10. Rökkurstjarna (Melandrium noctiflorum); Akureyri, 1951;
Reykir í Mosfellssveit 1955.
11. Svefnjurt (Papaver somniferum); Klifshagi í Axarfirði og á
nokkrum bæjum í Fnjóskadal, 1947.
12. Síberíusól eða síbirisk draumsóley (Papaver nudicaule);
Reykjavík, 1960; Gleráreyrar, 1962.
13. Reykjurt (Fumaria officinalis); Fossvogur, 1951.
14. Hvítduðra (Berteroa incana); Sviðugarðar í Árnessýslu, 1959.
15. Skógarflækja (Rorippa vulgaris); Gróðarstöðin í Vaglaskógi,
var orðin útbreidd þar 1947; Dagverðareyri, 1939; Árskógur,
1953; Birkilundur í Biskupstungum, 1958; Reykjavík og
Hafnarfjörður, 1960. Ef til vill ílend.
16. Brunnperla (Nasturtium aquaticum); Sólheimar í Grímsnesi,
1958, hafði þá, að sögn, vaxið þar mörg ár við jarðhita.