Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 92
184
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
37. Engjamenta (Mentha gentilis); Varmá í Mosfellssveit, í hólma,
1953.
38. Bergfléttudepla (Veronica hederifolia); Reykjavík, 1947.
39. Akurdepla (Veronica agrestis); Eskihlíð í Reykjavík, í garði,
1963.
40. Kettlingatunga (Plantago indica); Reykjavík, 1958.
41. Mjúkamaðra, eða flækjumaðra, (Galium mollugo); Akureyri,
hefur vaxið þar í 20—30 ár. Fundin á Bústaðahæð og í Foss-
vogi í Reykjavík, 1959, og vex þar enn. Kristnes í Eyjafirði
í trjáreit, 1960. Mikið.
42. Blámaðra (Sherardia arvensis); Sólheimar í Grímsnesi, 1953.
43. Skrúðsklukka (Campanula fragilis); Skrúður í Dýrafirði,
1958, hefur vaxið nokkur ár þar í garðinum.
44. Hérafífill (Lapsana communis); Reykjavík, 1948; Syðri-
Reykir í Biskupstungum, 1958; Hafnarfjarðarhraun, nálægt
sumarbústað, 1961.
45. Purpuraþistiil (Cirsium heterophyllum); í gilbrekku einni í
Neskaupstað, 1956, og vex þar enn hinn þroskalegasti.
46. Gyltufífil 1 (Sonchus oleraceus); Syðri-Reykir í Biskupstung-
um, 1958.
47. Salatfífill (Lactuca muralis); Reykjavík, 1950.
48. Sólfífill (Helianthus annuus); Gamlahraun, 1950.
49. Fagurkornblóm (Centaurea scabiosa); Stokkanes við ísafjarð-
arkaupstað, 1948.
50. Sólhattur (Rudbeckia laciniata); Reykjalundur, 1955.
51. Dögglingsbikar (Limnanthes douglasii); Reykjavík, 1953.
Amerískur.
52. Vafsníkja (Cuscuta aruensis). Fannst í gróðurhúsi á Varma-
landi í Mosfellssveit, 1954. Þetta er amerísk sníkjujurt með
granna vafstöngla, setta sogvörtum. Vafði hún sig svo fast
um stöngla Chrysanthemumjurta, að sár komu undan.
Af þessum tegundum má telja skógarkerfil og geitakál algerlega
ílendar. Nokkrar ilendast e. t. v., svo sem herpuntur, skógarflækja,
Alaskalúpínur og flækjumaðra. En flest eru jretta óstöðugir slæð-
ingar, sem koma og hverfa fljótlega aftur.
Hér hafa verið taldar alls 169 tegundir slæðinga — irá aldamót-
um til vorra daga. — Má líklega telja um 25 þeirra ílenda. En lengi