Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 95
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN
187
Ingvi Þorsteinsson:
Rannsóknir á áhrifum beitar á gróðurfar
Landmannaafréttar
INNGANGUR.
Árið 1955 voru hafnar á vegum Atvinnudeildar Háskólans rann-
sóknir á gróðri afrétta og annarra beitilanda í þeim tilgangi fyrst
og fremst að ákvarða beitarþol þeirra, kanna áhrif beitar á gróður-
far og finna aðferðir til þess að auka og bæta gróður beitilandanna.
Verulegur skriður komst ekki á þessar rannsóknir fyrr en 1960, en
síðan þær hófust hefur verið lokið við að kortleggja og rnæla gróð-
ur allra afrétta á Suðurlandi, nema Síðumannaafréttar, jafnframt
því, sem unnið hefur verið að öðrum gróðurrannsóknum. Gróður-
kortagerð er aðalþátturinn í ákvörðun á beitaþoli — og er ætlunin
að reyna að kortleggja þannig alla afrétti landsins fyrir 1970.
Árin 1961 og 1962 veitti Raunvísindadeild Vísindasjóðs Atvinnu-
ileild Háskólans styrki til nákvæmra rannsókna á áhrifum beitar
á gróðurfar Landmannaafréttar og verður nokkuð fjallað um þær
hér.
Landmannaafréttur takmarkast af Þjórsá að vestan og af Tungnaá
að norðan. Austurmörk hans eru við Kirkjufellsós, en suðurmörk-
in eru um línu, sem liggur frá Tröllkonuhlaupi í Þjórsá, um
norðurbrún Heklu að Torfajökli. Einnig mun svæðið norðan
Tungnaár, inn fyrir Litlasjó að Blautukvísl, tilheyra afréttinum,
en hin eðlilegu mörk eru um Tungnaá.
Upprekstrarrétt á Landmannaafrétt liafa frá upphafi átt bændur
úr Landmannahreppi, en um 1890 var ákveðið, að bændur úr
Holtahreppi skyldu einnig reka á afréttinn. Hefur sú tilhögun
haldizt síðan (Sigurjónsson, 1948). Árin 1944—1961 var afrétturinn
lokaður fyrir sauðfé af bæjum vestan Rangár vegna sauðfjárveiki-
varna. Aðeins þeir bændur austan Rangár, sem eiga upprekstrar-
rétt á afréttinn, fengu að nýta hann á þessu tímabili, og hefur