Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 98
190
NÁTTÚ RU FRÆÐIN G URIN N
sem leggja má statistískt mat á, þannig að unnt sé að skera t'ir,
hvort um raunhæf áhrif er að ræða.
Eldri gróðurrannsóknir hérlendar hafa nær eingöngu verið kvalí-
tatívar og hafa yfirleitt aðeins gefið upplýsingar um, hvaða teg-
undir plantna er um að ræða á hverjum stað, en ekki hve mikið
af hverri tegund. Á þeim er því lítið hægt að byggja um gróður-
breytingar, sem orðið hafa hér á landi, jafnvel síðan gróðurrann-
sóknir hófust, og enn síður gefa ]:>ær upplýsingar um orsakasam-
hengið milli hugsanlegra gróðurbreytinga og þeirra hátta, sem
þeim hafa valdið. Á síðari árum hafa komið fram ýmsar nýjar að-
ferðir til kvantítatívra mælinga á gróðri, sem bætt hafa úr ann-
mörkum eldri aðferða og hefur þeim verið beitt við þessar rann-
sóknir, eftir því sem þær henta hérlendum aðstæðum. Verður
hinum helztu lýst lauslega hér á eftir.
Á Landmannaafrétti verður einkum fylgzt með áhrifum beitar
á tegundasamsetningu og þéttleika gróðurs í einstökum gróður-
hverfum og uppskerumagn þeirra. Ennfremur verður fylgzt með
áhrifum beitar á rótardýpt og rótarstærð plantna, á uppblásturs-
hraða í rofabörðum o. fl.
Gróðurkortagerð og ákvörðun á beitarþoli.
Afrétturinn var allur kortlagður í þeim tilgangi fyrst og frernst
að ákvarða beitarþol hans, svo að unnt verði að hafa hönd í bagga
með fjölda þess sauðfjár, sem rekið verður á afréttinn. Við korta-
gerðina eru gróðurlendin flokkuð eins nákvæmlega og unnt er í
smærri heildir, gróðurhverfi, eftir ríkjandi tegundum. Gróður-
hverfin hafa mjög misjafnt beitargildi vegna breytilegs uppskeru-
magns og misgóðra beitarplantna. Ákvörðun á beitarþoli byggist
því á mælingu á heildarstærð hvers gróðurhverfis á afréttinum og
nýtanlegu uppskerumagni af flatareiningu hvers gróðurhverfis. En
með nýtanlegu uppskerumagni er átt við þann hluta heildarupp-
skerunnar, sem talið er óhætt að fjarlægja með beit, án þess að
gróðrinum sé ofgert.
Við flokkun gróðurs í gróðurhverfi er hlutdeild tegundanna ekki
mæld á hverjum stað, heldur aðeins metin. Hins vegar er nú
unnið að ýtarlegum mælingum á gróðursamsetningu sömu gróður-
hverfa við ólíkar aðstæður og á ýmsum stöðum á landinu. En enda