Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 101
NÁTTÚRU F RÆ Ð I N G U R1 N N
193
Á afréttinum voru settar upp og mældar 18 línur eða samtals
108 metrar.
Aðrar rannsóknir.
Gerðar voru jarðvegsrannsóknir á mjög mörgum stöðum á afrétt-
inum. Voru þær fólgnar í því, að tekin voru jarðvegssnið, jarðvegi
lýst og sýnishorn tekin til rannsókna á efna- og eðlisástandi hans.
Mæld var rótardýpt plantanna í jarðvegssniðunum og sérstök sýnis-
horn tekin til mælinga á rótarstærð plantna.
Á tveimur stöðurn voru gerðar mælingar á rofbörðum í þeim
tilgangi að fylgjast með uppblásturshraða, og á nokkrum gróður-
hverfum voru settar upp girðingar til framhaldandi friðunar gróð-
urs.
NIÐURST ÖÐIIR
Odda- og línumælingar.
Þar sem megintilgangur mælinga þeirra, sem gerðar voru á sam-
setningu og þéttleika gróðurs, er að fylgjast með gróðurbreyting-
um, verða þær endurteknar með vissu árabili. Það hefur því lítið
gildi að birta niðurstöður af mælingum fyrsta árs, auk þess sem
það er óframkvæmanlegt rúmsins vegna.
Sem dæmi verða þó birtar af handahófi niðurstöður odda- og
línumælinga. I töflu I eru þannig færðar niðurstöður oddamæl-
inga á gróðurlendum í Áfangagili og í suðurhlíðum Valafells, sem
voru mjög lík að útliti og voru flokkuð sem sams konar gróður-
hverfi við gróðurkortalagningu, áður en oddamælingin var fram-
kvæmd.
Hér hefur fengizt tölulega staðfest með oddamælingum, að um
sarna gróðurhverfi er að ræða á báðum stöðum; þéttleiki æðri teg-
unda er mjög svipaður eða milli 50—60%; ríkjandi tegundir eru
hinar sömu, grös, stinnastör og móasef, og hlutdeild þeirra er svip-
uð í báðum gróðurhverfum. Fylgitegundir eru að miklu leyti hinar
sömu. Þannig má fá öruggan samanburð á gróðursamsetningu ólíkra
gróðurhverfa og sama gróðurhverfis frá einu ári til annars.
I töflu II eru sýnd dæmi um niðurstöður línumælinga, er gerðar