Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 106
198
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Heildarstærð gróins lands á afréttinum er tæpir 10.000 hektarar,
sem er um 12% af allri stærð afréttarins. Við kortlagninguna var
gróður afréttarins flokkaður í 31 gróðurhverfi: 23 á þurrlendi, 2
á jaðri, sem er millistig milli þurrlendis og votlendis hvað jarð-
raka snertir, og 6 á votlendi. Votlendisgróður þekur innan við
3% af grónu landi afréttarins, sem er ekki óeðlilegt, því að jarð-
vegur er grófur og gleypinn vegna þykkra ösku- og vikurlaga. Vot-
lendisgróður er helzt að finna meðfram ám og vötnum, sem skapa
háa grunnvatnsstöðu í jarðveginum.
Helztu gróðurhverfi afréttarins eru mosaþemburnar (Ax—A7),
sem saman þekja um 66% af öllu gróðurlendi afréttarins. Mest er
af mosaþembu án fylgitegunda eða um 29%, og er hana helzt að
finna við hæstu gróðurmörk í fjallahlíðum og í tiltölulega ungum
hraunum. Við gróðurkortagerðina eru flokkuð sem mosaþembur
gróðurhverfi, þar sem blómplöntur þekja minna en 40% af yfir-
borði mosans. Þessi gróðurhverfi hafa það öll sameiginlegt, að nýti-
leg uppskera þeirra er lítil, og í hreinni mosaþembu eru fylgiteg-
undir svo strjálar, að hún er ekki talin hafa neitt beitargildi.
Raunverulegt beitiland á afréttinum er því um 7000 ha.
Rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi á plöntuvali sauð-
fjár á sumarbeit, benda eindregið til þess, að eftirsóttustu beitar-
plönturnar séu grös, stinnastör og ýmsar tegundir tvíkímblaða jurta.
Ymsar af algengustu plöntum hálendisins, t. d. þurskaskegg og móa-
sef, eru mjög lítið bitnar, ef aðrar tegundir eru fyrir hendi. Og
trjákenndur gróður, bæði lyng og aðrir smárunnar, virðist sára-
lítið bitinn á sumrin. Samkvæmt þessu hafa eftirfarandi gróður-
hverfi mest gildi fyrir beit á afréttinum: G1; G2, Hí; H2, H3, og
Kx ásamt A2, A3 og A5, þar sem grös og stinnastör eru helztu
fylgitegundir með mosanum. Gróðurhverfi K,, nýgræður vaxnar
grösum, hefur komið fram á landi, sem áður var örfoka, við nær
algera friðun afréttarins í 15 ár. Gróður á slíkum nýgræðum er
oft gisinn og viðkvæmur og hverfur fljótlega við beit.
I heild verður afrétturinn að teljast lélegt beitiland, þar sem
lítið er um gróðurhverfi með eftirsóttustu beitarplöntunum. Þannig
þekur graslendi aðeins um 814 ha., eða um 8% af hinu gróna
landi, og gróðurhverfi með stinnustör sem ríkjandi tegund þekja
aðeins um 350 ha., eða um 3.5% af grónu landi. Hvergi á afrétt-
inum eru skráð gróðurhverfi með tvíkímblaðajurtum sem ríkjandi