Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 106

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 106
198 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Heildarstærð gróins lands á afréttinum er tæpir 10.000 hektarar, sem er um 12% af allri stærð afréttarins. Við kortlagninguna var gróður afréttarins flokkaður í 31 gróðurhverfi: 23 á þurrlendi, 2 á jaðri, sem er millistig milli þurrlendis og votlendis hvað jarð- raka snertir, og 6 á votlendi. Votlendisgróður þekur innan við 3% af grónu landi afréttarins, sem er ekki óeðlilegt, því að jarð- vegur er grófur og gleypinn vegna þykkra ösku- og vikurlaga. Vot- lendisgróður er helzt að finna meðfram ám og vötnum, sem skapa háa grunnvatnsstöðu í jarðveginum. Helztu gróðurhverfi afréttarins eru mosaþemburnar (Ax—A7), sem saman þekja um 66% af öllu gróðurlendi afréttarins. Mest er af mosaþembu án fylgitegunda eða um 29%, og er hana helzt að finna við hæstu gróðurmörk í fjallahlíðum og í tiltölulega ungum hraunum. Við gróðurkortagerðina eru flokkuð sem mosaþembur gróðurhverfi, þar sem blómplöntur þekja minna en 40% af yfir- borði mosans. Þessi gróðurhverfi hafa það öll sameiginlegt, að nýti- leg uppskera þeirra er lítil, og í hreinni mosaþembu eru fylgiteg- undir svo strjálar, að hún er ekki talin hafa neitt beitargildi. Raunverulegt beitiland á afréttinum er því um 7000 ha. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi á plöntuvali sauð- fjár á sumarbeit, benda eindregið til þess, að eftirsóttustu beitar- plönturnar séu grös, stinnastör og ýmsar tegundir tvíkímblaða jurta. Ymsar af algengustu plöntum hálendisins, t. d. þurskaskegg og móa- sef, eru mjög lítið bitnar, ef aðrar tegundir eru fyrir hendi. Og trjákenndur gróður, bæði lyng og aðrir smárunnar, virðist sára- lítið bitinn á sumrin. Samkvæmt þessu hafa eftirfarandi gróður- hverfi mest gildi fyrir beit á afréttinum: G1; G2, Hí; H2, H3, og Kx ásamt A2, A3 og A5, þar sem grös og stinnastör eru helztu fylgitegundir með mosanum. Gróðurhverfi K,, nýgræður vaxnar grösum, hefur komið fram á landi, sem áður var örfoka, við nær algera friðun afréttarins í 15 ár. Gróður á slíkum nýgræðum er oft gisinn og viðkvæmur og hverfur fljótlega við beit. I heild verður afrétturinn að teljast lélegt beitiland, þar sem lítið er um gróðurhverfi með eftirsóttustu beitarplöntunum. Þannig þekur graslendi aðeins um 814 ha., eða um 8% af hinu gróna landi, og gróðurhverfi með stinnustör sem ríkjandi tegund þekja aðeins um 350 ha., eða um 3.5% af grónu landi. Hvergi á afrétt- inum eru skráð gróðurhverfi með tvíkímblaðajurtum sem ríkjandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.