Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 112
204
NÁT T Ú RU I' RÆÐ IN G U RI N N
Sigurður Jónsson:
Nýjung í sæflóru íslands
Segja má, að rannsóknir á íslenzkum sjóþörungum hafi farið vel
af stað í byrjun aldarinnar með verkum dr. Helga Jónssonar. Fékkst
þá vitneskja um 200 tegundir botnfastra þörunga, útbreiðslu þeirra
meðfram strandlengjunni, svo og út á við, við strendur aðliggjandi
landa Norður-Atlantshafsins. Athuganir þessar, sem voru samhliða
rannsóknum Börgesens við Færeyjar, voru liður í víðtækri könnun
á útbreiðslu þörunganna í Norðurliöfum. Leiddu þær til flokkunar
hafspildunnar í gróðursvæði, og er í því sambandi oft vísað til þess-
ara verka enn þann dag í dag. í inngangi að riti Helga um þetta
efni, „The Marine Algal Vegetation of Iceland" (1912), sem var
fyrsta ritið í „Botany of Iceland“, hinum mikla vísindabálki um
gróðurríki landsins, er þó bent á, að ekki beri að skoða þörungagróð-
urinn við strendur landsins nógsamlega kannaðan ennþá, enda þótt
því sé reyndar ólíkt farið með ýmsa landshluta. Kveður hann sæ-
flóruna síður þekkta við Norðvestur- og Norðurland en annars stað-
ar við ströndina. Telur hann, að Vestmannaeyjasvæðið hafi verið
rannsakað einna rækilegast.
Síðan verk Helga Jónssonar komu út hafa kerfisbundnar rann-
sóknir á botnföstu flórunni við ströndina því miður legið niðri,
þangað til í sumar, að nokkrar athuganir voru gerðar á fjörunum
við suðvestur- og suðurströndina, þar á meðal við Vestmannaeyjar,
en á þessum slóðum er þörungagróðurinn einna fjölbreyttastur hér
við land. Fljótleg skoðun á efnivið þeim, sem hlaðizt hefur upp,
hefur leitt í ljós nokkrar tegundir sæjriirunga, sem enn hefur ekki
verið getið í ritum um þörunga frá íslandsströndum. Merkilegust
þeirra er Bryopsis plumosa (Hudson) C. Agardh, sem ég fann við
Vestmannaeyjar 13. ágúst 1963. Telst þessi tegund til hinnar stóru
grænþörungadeildar, sem Siphonales kallast, en nefna mætti á okkar
máli holþörunga. Er talið, að 400 tegundir teljist til þessara
þörunga; deilast þær í um 50 ættkvíslar og 5 ættir, sem eiga nær ein-