Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 113
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
205
göngu heima í heitum höfum. Þörungar þessir eru að því leyti
ólíkir öðrum grænum þörungum, að þalið, sem er úr sívölum, þver-
veggjalausum, oft greindum þráðum, er í rauninni ein risavaxin
fjölkjarna fruma. Getur hún engu að síður oft tekið á sig skipu-
lagða mynd, sem minnir á rót, stöngul og blöð hjá æðri jurtum.
Bryopsis plumosa við Vestmannaeyjar er nú eini þekkti fulltrúi
þessara þörunga liér við land og sennilega með nyrztu útvörðum
holþörunganna í Norður-Atlantshafi.1)
Um íslenzku eintökin af Bryopsis plumosa.
Þörungar af ættkvísl Bryopsis eru með íturvöxnustu grænþörung-
um í sjó. Frakkanum Lamouroux (1809) fannst útlit þeirra minna
á mosa og réði því til, að heiti ættkvíslarinnar drægi nafn af því
(úr grísku: bryon — mosi og ypsis — líki). íslenzka Bryopsú-tegund-
in minnir þó meira á litla fagurgræna fjöður, svo að ekki væri úr
leið að kalla hana grænf jöður.
Eintökin úr Eyjum eru frekar lágvaxin, þau stærstu u. þ. b. 2 cm
á hæð (rnynd 1 A). Flest eru þau gerð úr einum uppréttum stofn-
þræði, sem er um l/5 mm í þvermál, þar sem hann er gildastur.
Niður úr stofnþræðinum ganga greindir, litlausir þræðir, sem tryggja
þörungnum festu. Annars er allur neðri hluti lians ógreindur. Til
toppsins verður hann aftur mjög fagurlega fjaðurgreindur. Sitja
greinarnar til beggja hliða á stofninum eins og fanir á fjöður og
eru lítið eitt stakstæðar. Er hver þeirra um þ/j 0 mm þykk, en
þrengist neðst, þar sem fjaðurgrein og stofnþráður koma saman.
Einstaka grein virðist. hafa fallið a£.
Aðalvöxtur þalsins fer fram í toppnum, bæði lengdarvöxtur
stofnþráðarins og myndun fjaðurgreinanna. Verða fjaðurgreinarnar
til lítið eitt neðan við toppinn sjálfan. Myndast þar útskot. Eftir
því sem stofnþráðurinn lengist, vex útskotið og verður að fjaður-
grein. En um leið eru lögð drög að nýrri grein á hinni hlið stofn-
þráðarins, og þannig koll af kolli, meðan þörungurinn heldur áfrarn
að vaxa (mynd 2). Ræður þessi vaxtarmáti hinu fjaðurlaga útliti
tegundarinnar.
1) Tegundir af ættkvíslunum Vaucheria og Ostreobium, sem finnast liér, liafa
verið taldar til Siphonales. Fyrri ættkvíslin telst nú ekki lengur til þessa þör-
ungahóps, og vafasamt er, hvort sú síðari geti talizt til hans.