Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 116
208
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N
um ^/ioo uim á lengd og ^/200 mm á breidd. Eins og títt er hjá
(iðrum grænum þörungum, finnst í hverju korni a. m. k. einn
pyrenoidi, en það er smáhnoðri úr fitu- og eggjahvítuefnum, sem
sagður er gegna hlutverki við framleiðslu mjölvisins, er hleðst upp
í kringum pyrenoidann og myndar aðalforðanæringu þörungsins.
í stærstu grænukornunum má, ef vel er að gáð, finna tvo slíka
pyrenoida og jafnvel fjóra. Hvað kjarnana snertir, liggja þeir inn-
an við grænukornin og koma ekki fram á myndinni. Milli korn-
anna ber aftur nokkuð á ljósbrjótandi olíudropum.
Engin tímgunarfæri voru á Bryopsis úr Eyjum, þegar hún fannst.
Er því ekki unnt að fullyrða að sinni um æxlun hennar við ís-
landsströnd. Ekki er jró óhugsandi, að afföllnu fjaðurgreinarnar,
sem um gat, hafi verið tímgunarfæri, því að það er vitað mál, að
kynfrumurnar hjá þessari tegund verða einmitt til í fjaðurgrein-
unum.
Fundarstaður íslenzku /iryop.si.s-tegundarinnar er brimsorfinn
Jiellisskúti á suðausturströnd Heimaeyjar, að sunnanverðu í svo-
nefndri Brimurðaröldu, sem gengur aflíðandi í austur og endar í
Ræningjatanga. Stendur hellisskúti þessi allofarlega í fjörunni,
þannig að hæglega verður skriðið inn í hann á útfiri. Á flóðinu
fyllist hann af sjó, og verður þar þá öldusog mikið. Stórir móbergs-
klettar eru í botni hellisskútans, og óx Bryopsis á innstu klettun-
um, á þeirri hlið þeirra, sem snýr inn að hellisskútanum, þar sem
birtunnar nýtur sízt. Eftir staðháttum að dæma virðist tegundin
því una við brimbarning og daufa birtu. Vex Bryopsis plumosa
þarna í nánu samfélagi við rauðþörungana Ceramium acanthono-
lum Carm. og Polysiphonia urceolata (Lighf.) Grev., og brúnþör-
unginn Sphacelaria radicans Harv. Mynda þeir þéttan, lágvaxinn
flóka á klettunum, í skjóli rauðþörungsins Plumaria elegans
(Bonnem.) Schmitz, sem sakir mergðar sinnar setur sterkastan svip
á þennan skuggagTÓður. Á sömu klettum vex líka nokkuð af sag-
þangi og sölvum. Loks vaxa ýmsar ásætutegundir á þessum fylgi-
þörungum, t. d. Isthmoplea sphaerophora (Harv.) Kjellm., brún-
þörungur, og Rhizoclonium kochianum Kútz., grænþörungur, á
Plumaria elegans, og Elachista fucicola (Vell.) Aresch., brúnþör-
ungur, á sagþanginu.
Ekki var rnikið um Bryopsis á þessum stað, og ekki tókst, jrrátt
fyrir allítarlega leit, að finna hana annars staðar við Heimaey. IJó