Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 118
210
NÁTTÚ Rll FRÆÐ I N GURl N N
um slóðum. Margt bendir þó til þess, að Bryopsis plumosa sé stað-
bundin við Vestmannaeyjar. Legu sinnar vegna njóta þessar fögru
eyjar sérstöðu gagnvart suðrænum áhrifum.
Um Bryopsis plumosa almennt.
Þörungar af fíryopsi.s-æ11kvís 1 inni, sem sögð er telja um 30 teg-
undir, eiga lieima við strendur heitra hafa. I Atlantshafi eru að-
eins tvær tegundir undantekning frá þessu, fí. plumosa og fí. hyp-
noides Lam., sem lifa jafnframt í köldum sjó og eru því útbreidd-
astar meðal ættkvíslarinnar. í fljótu bragði má greina þessar teg-
undir í sundur á fjaðurgreinunum. Hjá fyrri tegundinni sitja þær
í tveimur röðum sitt hvoru megin á stofnþræðinum, en er óreglu-
lega niður skipað hjá þeirri síðari (Hamel, 1930). Aftur er innri
gerð þalsins, eftir því sem bezt er vitað, nauðalík. Eftir þessu sam-
svara því eintökin úr Eyjum Bryopsis plumosa. Þau eru þó ólík
hinum evrópsku fulltrúum þessarar tegundar að því leyti, hve lág-
vaxin þau eru og hve lítt þau eru greind. Við strendur Evrópu
getur þalið oft myndað allt að 15 cm háa, marggreinda skúfa, enda
þótt undantekningar séu frá því. Er almennt talið, að vaxtarlag
þörungsins geti verið mjög breytilegt. Má ætla, að útlit íslenzku
eintakanna mótist af umhverfinu, sem þau lií'a í, því að skugga-
gxóður meðal þörunga er yfirleitt lágvaxinn. Stærstu eintökin er-
lendis vaxa að jafnaði við lágfjöru og í góðri birtu. Þá verður hin
einkennilega þráðamyndun niður úr fjaðurgreinunum hjá íslenzku
eintökunum að teljast allóvenjuleg. Slíkri myndun hefur verið lýst
hjá nokkrum öðrum ilryoþ.sis-tegundum frá Eldlandseyjum og úr
Kyrrahafi (Hylmö, 1919; Smith, 1955), og er talið, að þar sé hún
i sambandi við fjölgun þörungsins; eftir að greinarnar hafa skotið
.,rótum“, aflimast þær og spretta síðan upp í nýjan þörung. Hin
tíða festuþráðamyndun hjá íslenzku tegundinni gæti bent til þess,
að fjölgun hennar fari að einhverju leyti fram með þessum hætti.
Þó verður líka að ætla, að þörungurinn fjölgi sér við kynæxlun.
Við strendur Vestur-Evrópu er hver planta einkynja, og eru karl-
kynfrumurnar minni en kvenkynfrumurnar. Hafa bæði kynin tvær
svipur, synda um í sjónum, en renna síðan saman í eina frumu,
sem festir sig við botninn og vex upp í nýjan einstakling. Eftir
æxlunina, sem verður á vorin, deyr móðurplantan, a. m. k. sá part-