Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 119
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
211
ur hennar, sem uppréttur er. Samkvæmt athugunum Kylins (1949)
er þessi tegund þó sögð vera tvíkynja við vesturströnd Svíþjóðar.
Flest bendir samt til, að hér hafi tegundinni verið ruglað saman
við Bryopsis hypnoides, en hún er einmitt tvíkynja (J. Feldmann,
1957). Enn má geta þess, að aldrei hafa fundizt kynlaus bifgró hjá
Bryopsætt.kvíslinni, þannig að kynlaus æxlun á sér ekki stað.
Ekki er því heldur um að ræða skipti milli kynjaðs ættliðs og
ókynjaðs eins og títt er meðal margra annarra grænna þörunga.
Er þetta í góðu samræmi við það, sem vitað er um ástand frumu-
kjarnanna hjá þessum þörungum og hegðun þeirra við kynfrumu-
myndunina. Hafa kjarnar plantnanna tvöfaldan litningafjölda, þ. e.
einn úr móðurarfi, hinn úr föðurarfi. Við kynfrumumyndunina
minnkar litningafjöldinn um helming, þannig að kjarni hverrar
kynfrumu hefur helmingi færri litninga en hver kjarni í móður-
og föðurplöntu. Við frjóvgunina renna kjarnar móður- og föður-
frumu saman í einn, sem verður þar með aftur tvílitna. Æxlunin
hjá þessum þörungum minnir á kynæxlun æðri dýra og á því senni-
lega mjög langa þróun að baki.
Bryopsis plumosa er sú tegund ættkvíslarinnar, sem þolir kald-
astan sjó. Enda þótt hún sé hvergi algeng, getur hún talizt tiltölu-
lega algengari í hlýsævi en kaldsævi, en það bendir eindregið til
þess, að upprunaleg heimkynni tegundarinnar séu í hlýjum sjó.
Ekki er vitað nákvæmlega, hvar norðurtakmörk hennar liggja í
Norður-Atlantshafi. Meðfram meginlandsströndum Evrópu finnst
hún á strjálingi allt norður í Þrándheimsfjörð, en þar hefur hún
fundizt á einum stað (Printz, 1926). í Eystrasalti virðist hún ekki
hafa fundizt, og gæti það bent á, að henni hæfi ekki lítt saltur sjór.
Við Bretlandseyjar er hún aftur á rnóti ekki talin óalgeng. Við
Færeyjar er hún eflaust mjög sjaldgæf, því að þar hefur hún ekki
fundizt nema tvisvar sinnum síðan á öndverðri 19. öld. Þegar Börge-
sen (1903) rannsakaði eyjarnar, tókst honurn ekki, þrátt fyrir mikla
leit, að því er hann segir sjálfur, að finna tegundina. Veit ég ekki
til, að hún hafi fundizt þar seinna. Við austurströnd Norður-
Ameríku er tegundina einkum að finna á svæðinu frá Florida
norður til Cape Cod. Bjartsýnir menn vestra telja, að hún vaxi
meðfram Baffinflóa, en það er ennþá með öllu ósannað (Taylor,
1957). Frá austurströnd Grænlands (Lund, 1959) er hennar ekki
getið, né heldur frá Svalbarða (Svensen, 1959).