Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 122
214
NÁTTÚ RU FRÆÐ I NGURINN
Steindár Steindársson frd Hlöðurn:
Um gróður í Papey
LANDSLAG - LOFTSLAG.
Við sunnanverða austurströnd íslands liggur eyjan Papey; hún
er á 64° 36' n.br. og 14° 11' v.l. Ásamt smærri hólmum, er um-
hverfis hana liggja, er hún 2 km2 að flatarmáli. Fjarlægð eyjar-
innar frá landi er um 6 km. Liggur hún undan Búlandi, yzta tang-
anurn sunnan við Berufjörð. Þó að Papey sé svo nærri landi, er
hún samt ein hinna fáu eyja við strendur íslands, sem umlukt er
opnu hafi.
Landslagi í Papey er svo háttað, að mestur hluti eyjarinnar er
gyrtur allháum klettum, 10—20 m háum, en sums staðar þó nokkru
hærri. Hvergi er svo lágt við ströndina, að sjávarfitjar hali mynd-
azt. Fjaran er yfirleitt mjög mjó og víðast grýtt, og samfelld gróður-
félög því naumast í henni. Að ofan er eyjan mishæðótt, skiptast
þar á klettahæðir og mýrasund. Flestar eru hæðirnar grónar í koll-
inn. Hæst er eyjan nálægt miðju, 58 m yfir sjávarmáli, en hæst
eru björgin á austurenda hennar eða 44 m. Langmestur hluti henn-
ar mun þó liggja í 10—20 m hæð yfir sjávarmáli.
Eins og fyrr getur liggur Papey í opnu hafi, umhverfis hana eru
harðir straumar, og oft er þar brimasamt. Gengur særok mjög yfir
eyna í stórviðrum. Svo sem kunnugt er, mætist heitur og kaldur
sjór við suðausturströnd íslands. Liggur Papey í kalda sjónum ekki
ýkjalangt fyrir norðan hitaskiptin. Sakir þessa er loftslag Jrokusælt
og saggasamt á Jæssum slóðurn. Sumarhitinn yfirleitt lágur og sól-
far í minna lagi. Hins vegar er snjólétt, þótt úrkoma sé mikil, og
snjór liggur sjaldan lengi. Allstormasamt er í eynni, og sjaldan
mun þar logn til lengdar. Veðurfarstaflan sýnir megindrætti veður-
farsins.