Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 126
218
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lendisblettir, þar sem túnvingull (Festuca rubra), týtulíngresi
(Agrostis canina) og skriðlíngresi (A. stolonifera) eru nær einráð.
En svo víðáttulitlir eru blettir þessir, að naumast er unnt að skilja
þá frá sem sérstakt gróðurlendi. Þá eru og víða fuglaþúfur með
grasgróðri.
Uppi á hólkollunum, eða réttara sagt klappahæðunum, eru klapp-
irnar sums staðar nær naktar með mela- eða klappagróðri, en víðast
hvar eru hæðakollar þaktir gisinni gróðurbreiðu, þar sem þursa-
skegg (Kobresia) og blóðberg (Thymus arcticus) eru aðaltegund-
irnar. Þar er að jafnaði allmikið af mosum og fléttum. í brekkum,
sem vita mót norðri, er jarðvegur oftast nær grunnur og grjót
stendur þar hvarvetna upp úr honum. Eru þar helzt að kalla eins
konar hálfgrónar urðir, með sérstökum gróðri, sem síðar verður
lýst með melum.
Eiginlegt blómlendi er naumast til, en neðst í hinunt vallendis-
kenndu brekkum eru sums staðar breiður af maríustakk (Alche-
milla minor); ásamt honum er þá mikið af mýrfjólu (Viola palu-
stris), en helztu grösin eru: túnvingull og língresi. Engin sérathug-
un er þó úr þessum blettum.
Gróðurfélög eyjarinnar eru þá þessi: fjara, fuglabjörg, klappir,
tjarnir, mýri, jaðar, valllendi (með fuglaþúfum og túni), mólendi,
flag, melur-skriða og flatar klappir. Um eiginlega mosaþembu er
livergi að ræða, en víða er mikill mosi í þurrlendinu, og fléttur
eru áberandi á klöppunum, og á hólbörðum, þar sem mest er
áveðra.
Fjaran.
Eins og fyrr getur, er fjaran umhverfis eyna víðast hvar mjó og
grýtt. Sjór er þar löngum ókyrr. Af þessum sökum er fjörugróður-
inn ósamfelldur og víðast hvar lítill, mest einstakar plöntur á
stangli. Erfitt er að gera fullan greinarmun á sjálfum fjörugróðr-
inum og þeim gróðri, sem vex á lágum, flötum klöppum, sem sjór
skolast yfir. Algengustu tegundir fjörugróðursins eru:
Hrímblaðka (Atriplex patula).
Haugarfi (Stellaria media).
Fjöruarfi (Honckenya peploide.s).
Skammkrækill (Sagina procumbens).
Lækjasteinbrjótur (Saxifraga rivularis).
Sjávarfitjungur (Puccinellia maritima).
Varpafitjungur (P. relroflexa).