Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 134
226
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
Geldingalinappur (Armeria vulgaris).
Stinnastör (Carex liigelonni).
Músareyra (Cerastium alpinum).
Vegarí'i (C. caespilosum).
Grávorblóm (Draba incana).
Vallelfting (Equisetum pratense).
Vallhæra (Luzula multiflora).
Axliæra (L. spicata).
Burn (Sedum rosea).
Fífill (Taraxacum sp.).
Mólendi. (Tafla II A-B 4-6).
Um ofanverðar brekkur verður þursaskegg (Kobresia myosuroi-
cles) víðast livar drottnandi tegund í svip gróðurfarsins. Sums staðar
gætir móasefs (Juncus trifidus) einnig verulega. Vinglarnir eru
miklu minna áberandi hér en í valllendinu, en annars eru tegund-
irnar að mestu hinar sömu, eins og sjá má á töflunni. Hlutföll
tegunda og lífmynda eru nokkuð frábrugðin því, sem er í valllend-
inu. Þannig er runnplöntu-hlutfallið (Ch%) nokkru hærra, en
hlutföll jarðplantna (G%) og svarðplantna (H%) lítið eitt lægri
en í valllendinu. Hlutfall arktísku plantnanna (A%) er og nokkru
hærra hér. Samt er það svo, að gróðurlendi þetta er naumast rétt-
nefndur þursaskeggsmór, og þó enn síður valllendi, heldur næstum
}dví mitt á milli. Samsetning gróðurs er Hkust því gróðurlendi, sem
ég hef kallað brekkur í Mið-hálendinu, þursaskeggs-vinguls-hverfi
(Festuca-Kobresia soc.).
Melur. (Tafla II A-B 7).
Eiginlegir melar eru naumast til í Papey, en á sumum hólkoll-
unum er yfirborðið þó svo grýtt og gróðurinn gisinn, að telja verð-
ur gróðurlendið til mela. Aðeins ein athugun er til úr þessum
melablettum, sem flestir eru litlir að fyrirferð. Gróðursamsetningin
er furðulík og í hinum þurrlendishverfunum. Vinglar (Festuca),
kornsúra (Polygonum viviparum) og brjóstagxas (Thalictrum al-
pinum) eru drottnandi tegundir, en við þær bætist vetrarblóm
(Saxifraga oppositifolia). Nokkrar tegundir eru þarna, sem ekki
finnast í hinum þurrlendishverfunum, svo sem þúfusteinbrjótur
(Saxifraga caespitosa), blásveifgras (Poa glauca) og kattartunga
(Plantago maritima), en af engri þeirra er svo mikið, að hún setji
svip á gróðurlendið. Utan í hæðum í brekkum, sem vita gegn norðri
eða norðvestri, er mjög grýtt víða, og gróður því ósamfelldur. Er
þar um að ræða gróðurfélag mela eða urða, en þó með nokkrum
mólendissvip. Þessar tegundir eru athugaðar á þeim stöðum: