Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 135
NÁTT Ú RU F RÆ ÐINGURINN
227
Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera).
Geldingahnappur (Armeria maritima).
Hárleggjastör (Carex capillaris).
Stinnastör (C. Bigelowii).
Músareyra (Cerastium alpinum).
Augnl'ró (Euphrasia frigida).
Túnvingull (Festuca rubra).
Blávingull (F. vivipara).
Flagasef (Juncus biglumis).
Blómsef (J. triglumis).
Ólafssúra (Oxyria digyna).
Kattartunga (Plantago maritima).
Blásveifgras (Poa glauca).
Kornsúra (Polygonum viviparum).
Lokasjóður (Rhinanthus minor).
Grasvíðir (Salix herbacea).
Gullsteinbrjótur (Saxifraga aizoides).
Þúfusteinbrjótur (S. caespitosa).
Vetrarblóm (S. oppositifolia).
Burn (Sedum rosea).
Lambagras (Silene acaulis).
Brjóstagras (Thalictrum alpinum).
Blóðberg (Thymus arcticus).
Flag. (Tafla I A—B 6).
Við flatar klappir, þar sem mýrlendi liggur að þeim, eru allvíða
smáflög, með strjálum gróðri. Athugun í töflu I 6 er úr slíku flagi.
Gróður þess er í engu verulegu frábrugðinn venjulegum íslenzk-
um flagagróðri, naflagrass-flagahnoðra-skriðlíngresis-hverfi (Koeni-
gia islandica-Sedum villosum-Agrostis stolonifera soc.). Helzt er þess
að gæta, að flagahnoðri er með minna móti hjá því, sem tíðast er í
því gróðurhverfi, en klóelfting (Equisetum arvense) hins vegar
nokkru meiri en algengast er. Eins og ætið í flögum er mikið af
einærum tegundum.
Við athugun hlutfalla tegundaflokkanna í ölluín gróðurlendun-
um kemur í ljós, að hlutfall arktisku tegundanna er tiltölulega
mjög hátt. Er það sýnu hærra en venja er til í samsvarandi gróður-
hverfum á láglendi. Sama kemur og fram í hlutfallstölum flórunn-
ar. Þetta getur naumast stafað af öðru en hinum lága sumarhita,
sem er með því lægsta sem gerist á íslandi.
ALMENNAR ATHUGASEMDIR.
í ritgerð minni urn Flóru Grímseyjar (St. Steindórsson 1954)
hef ég gert samanburð á flóru Papeyjar og nokkrum öðrum eyja-
flórum hér við land, þ. e. flóru Grímseyjar, Hríseyjar, Æðeyjar og
Vestmannaeyja. Verður ekki farið frekar út í þá sálma. Annars vil
ég benda á að nýju, hversu mikill skyldleiki er með flórum Pap-
eyjar og Grímseyjar. Þar er einnig bent á, hversu tegundafjöldi
er líkur í öllum þessum eyjum eða frá 117 til 124. Getur það ekki
bent í aðra átt en þá, að plöntum hafi reynzt torvelt að komast