Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 146
238
NÁTTÚRUFRÆÐ1N G U RIN N
II. VINNUBRÖGÐ.
Við söfnun var notuð aðferð Raunkjærs með 10 hringjum, hver
ljxo m2 að flatarmáli. Mi 11 i hringja var ca. 1 m. Þessi aðferð hei'ur
þann kost, að hægt er að greina gróðurfélög (sociationir), sem
mynda mjóar ræmur eins og oft á sér stað í lautum og í þýfi. Ein-
ingafjöldi er summan af hundraðahluta af fundnum tegundum í
öllum 10 hringjum, og tíðnin meðaltal tegundafjölda í hverjum
hring. Þá mældi ég sýrustig (pH) jarðvegsins og einnig, hversu
mikil lífræn efni fundust í honum í hlutfalli við þunga af þurri
mold. Loks mældi ég vatnsmagnið í jarðveginum, einnig í hlnt-
falli við þungann af þurri mold.
III. GRÓÐURRANNSÓKNIR í ÞINGVALLAHRAUNI.
Hraunin í Þingvallasveit og í hlíðurn Skjaldbreiðar ná yfir land
frá 100 m til 1060 m hæðar ylir sjávarmál, og hallar þeim móti
SV. Er hér því hagstætt að athuga gróðurfarsbreytingar í mismun-
andi hæð yfir sjávarmál.
Neðst, í ca. 100 m hæð, er birkikjarr með undirgróðri af lyngi
og mosategundunum Hylocomium Schreberi og Hylocomium
squarrosum. I opnum lautum er blómlegur gróður með maríu-
stakk, blágresi og ýmsum grastegundum. Aðalmosarnir eru þeir
sömu og í kjarrinu. Á bungunum er aftur á móti gamburmosa-
gróður með talsverðu af brjóstagrasi (Thalictrum alpinum). Grá-
mosi er sjaldgæfari og finnst þar, sem gamburmosa- og lynggróður-
inn mætast. I 150—600 m hæð er mosagróðurinn vel þroskaður
með gamburmosa á bungunum og grámosa í lautunum. Fyrir ofan
400 m kemur Dicranum Starkei-Anthelia Juratzkana-gróSur með
Polylrichum norvegicum í nokkrum lautum. í 600—800 m hæð
er snjódældagróður í lautunum, en grámosi með grasvíði (Salix
herbacea) og fjallasmára (Sibbaldia procumbens) vex í brekkunum.
Gamburmosi finnst hér aðeins á hæstu bungunum á móti norðri.
Hærra uppi verður gróðurinn slitróttur. Grámosinn er sjaldgæfur,
en gamburmosinn vex alveg upp að gíg, en aðeins á hæstu bung-
tinum og í litlum þembum.
Alls hef ég gert nánari athuganir á 12 stöðum í hrauninu og
við það: Á einum stað niður undir vatni, handan gjánna (Þing-