Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 147
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
239
vellir, 100 m); á þremur stöðurn undan Gatfelli, í Goðaskarði, í
hrauninu austur af skarðinu (Þingvallahraun I, 300 m) og lengra
inn með fellinu í 350 m hæð (Þingvallahraun II); vestan í Meyjar-
sæti í urðinni og niðri á eyrinni; á einum stað á breiðanum milli
Hrafnabjarga og Tindaskaga í 450 m hæð; norðvestan undir Sand-
gíg (400 m); og loks á 5 stöðum með ca. 100 m hæðamun upp eftir
hlíðum Skjalclbreiðar.
í stórum dráttum má greina milli fjögurra gróðurtegunda: 1.
Gamburmosagróðurs, 2. lynggróðurs, 3. graslautagróðurs og 4. grá-
mosagróðurs fjallanna.
1. Gamburmosagróður (tafla IV).
Einkennandi er fyrir þennan gróður, hve fátækur hann er af
æðri plöntum. Gamburmosinn er svo gott sem einráður. Aðrar
plöntur, æðri sem lægri, finnast aðeins á stangli í mosabreiðunum.
Tegundafjöldi æðri plantna er frá 0—13 og oftast undir 10 og tíðn-
in frá 0—4,7 og oftast undir 2,0. Tegundafjöldi lægri plantna er
oftast 2—4, en einkum til fjalla koma fleiri tegundir til sögunnar.
Auk gamburmosans, finnst alltaf afbrigði af fjallagrösum (Cetraria
islandica v. maculata), sem er mjótt, uppstætt, dökkbrúnt og að
mestu grafið í mosann. Ofan 500 m hæðar vex oft hvítleit skóf,
Thamnolia vermicularis, í mosanum. Af öðrum mosum má nefna
Polytrichum alpinum. Af æðri plöntum má nefna grasvíði, brjósta-
gras og stinnustör.
Jarðvegurinn mældist súr, pH frá 5,3 til 6,0, og 5,8 að meðaltali.
Jarðvegurinn reyndist mjög ríkur af lífrænum efnum, frá 31,75 til
51,15% af þurrefninu, allt eftir ]rví, hve mikill foksandur finnst
í mosasverðinum. Við mælingu af vatnsmagni svarðarins kom í ljós,
að þemburnar eru sem nær mettaðar af vatni. Hér er um eiginn
vatnsforða að ræða, því að þemburnar hafa ekkert samband við
grunnvatnið, og getur hér verið skýring á hvers vegna gambur-
mosinn þrífst svo vel á gTjóthellum. Blöð hans eru þannig byggð,
að þau sperrast út frá stönglinum í þurrki, og myndast þannig
hörð skorpa, sem dregur úr uppgufuninni, enda var enginn mælan-
legur munur á vatnsmagninu frá fyrri og síðari hluta sumarsins
1951, en það rigndi lítið þann tíma, sem ég vann að söfnuninni.
Það má nokkurn veginn greina þrjú gróðurfélög (sociationir),
auk þeirra þembna, sem eru svo fátækar af æðri plöntum, að ekki