Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 148
240
NÁTT Ú R l J F RÆ ÐINGURINN
er hægt að skipa þeim í neinn bás (sjá töflu IV, 1—5). í 1, sem er
úr skriðu í Meyjarsæti, vantar algerlega æðri plöntur og þemban
er mjög þykk. 4 og 5 nálgast brjóstagras-gamburmosaþembu (Tha-
lictrum alpinum—Rhacomitrium lanuginosum-sociation), sjá töflu
IV, 6—9. betta gróðurfélag hefur tiltölulega margar tegundir æðri
plantna, einkum grös, og finnst mest á láglendi upp í ca. 400 m
hæð. Þá má nefna stinnustarar-gamburmosaþembuna (Carex Bige-
lowii—Rhacomitrium lanuginosum-sociation), sjá töflu IV, 10.
Þetta gróðurfélag er mjög algengt og finnst alls staðar í mosaþemb-
unum, en virðist taka flatir fram yfir halla, er t. d. aldrei í skrið-
um. Finnst upp að 450 m hæð, en þá tekur við grasvíðis-gambur-
mosaþemba (Salix herbacea-Rhacomitrium lanuginosum-sociation),
sjá töflu IV, 12—17, en hún er mjög algeng, þegar kemur upp fyrir
200 m hæðarlínu. Þessi tvö síðustu gTÓðurfélög vaxa oft saman,
eins og tilfellið er í nr. 11, töflu IV. Nr. 17 sýnir afbrigði með
Thamnolia vermicularis, sem er algeng á háfjöllum.
2. Lynggróður með Rhacomitrium (tafla V).
Þessi tegund lynggróðurs er algeng í hraununum frá 150 m upp
í 400—500 m hæð. Krummalyng (Empetrum hermaphroditum),
ljalldrapi (Betula nana) og bláberjalyng (Vaccinium pliginosum)
eru mestu ráðandi af æðri plöntum upp að 350—400 m, en þar
fyrir ofan kemur limur (Loiseleuria procurnbens) inn, en fjalldrap-
inn og báberjalyngið hverfa. A Breiða fannst þó mjög fallegur
fjalldrapagróður í 450 m hæð. í hlíðunum, aftur á móti, fundust
aðrar mosategundir með lynginu, fyrst og fremst Drepanocladus
uncinatus og Hylocomium tegundir og Ptilidium ciliare al' lifrar-
mosunum. Þannig er það í austurhlíð Meyjarsætis, Gatfells og
Armannsfells, þar sem gamburmosinn myndar rönd meðfram urð-
unum. Neðan 150 m hæðar yfir sjó er þessu eins farið, Drepano-
cladus uncinatus og Hylocomium tegundirnar þrjár mynda botn-
lag lynggróðursins.
Gróðurmoldarlagið er oftast nokkuð þykkt og er ekki alltaf auð-
velt að sjá takmörkin að neðan, ef það er blandað foksandi. Sýru-
stig jarðvegsins liggur frá 5,1—6,0 með einni undantekningu, sem
er 4,6. Er þetta há tala borið saman við niðurstöður frá líkum
gróðri á Norðurlöndum, en þar vex lynggróður venjulega í mjög
súrum jarðvegi með pH milli 4 og 5. R. Nordhagen (1936) hefur