Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
mikið var af vatni og gasi í kvikunni.
Niðurstöður þyngdar- og segul-
mælinga sem og útþenslumælinga
bentu til þess að kvikan bærist hratt
og beint upp eftir nýrri sprungu í
setbergsundirlagi, framhjá megin-
aðfærslurásinni.6 Af þessum sökum
var kvikan enn hlaðin gasi, sem
annars hefði losnað úr kvikunni í
opnu meginrásinni. Þar sem nýi
gangurinn snerti meginrásina ekki,
hafði hann engin áhrif á sívirknina í
toppgígunum.
I júní 2002 varð aftur umtalsvert
öskugos og sprengingar í topp-
gígnum. Skjálftavirkninni hafði
varla linnt frá því síðasta stórgosi
lauk. Auk þess var enn verulegt
magn af kviku til staðar í irtnskoti á
6-15 km dýpi. Náið var fylgst með
kvikuhreyfingum og voru þær
túlkaðar þannig að ertn streymdi
kvika inn að neðan,7 Aðfaranótt 27.
október 2002 braust enn eitt hlíðar-
gosið út á tveimur stöðum eftir
talsverða skjálftahrinu: annarsvegar
í norðurhlíðirtni í um 2400 metra
hæð og hinsvegar í 2750 metra hæð
í suðurhlíðinni (4. og 6. mynd), ekki
langt frá gosstöðvunum frá 2001. í
þessu gosi og jarðskjálftum sem
fylgdu því varð nokkurt tjón. Strax í
upphafi eyðilagði hraun frá nyrðri
sprungunni skíðaaðstöðu ferða-
mannastaðarins Piano Provenzara
og ógnaði bænum Linguaglossa
(sem orðrétt þýðir „tungutunga" á
4. mynd. Gígarnir frá 2001 og 2002/3 á
suðurhlíð Etnu. Auk þess sjást topp-
gígarnir, skjólið í Torre del Filosofo,
kláfferjan og aðkomustaðurinn Rifugio
Sapienza. Hraun eru ekki teiknuð inn á
kortið. Gígaröðinni frá 2001 má skipta í
tvennt, annars vegar neðri gígaröðina, þar
sem trakýbasalt kom upp, næstum díla-
aust, með lítið plagíóklas en stóra amfiból-
kristalla og sandsteinshnyðlunga. Efst í
henni er gígurinn „Laghetto" (Tjarnar-
gígur) sem gaus með alhniklum ösku-
sprengingum. Ofar í hlíðinni er svo efri
gígaröðin sem gaus prófýrísku trakýbasalti
án amfibóls og sandsteinsbrota. Gígur
2002/3 er fyrir vestan gígaröð 2001, en
hann myndaðist á syðri sprungunni
(nyrðri sprungan, sjá 6. tnynd). Aðeins
ofar er skjólið Torre del Filosofo, enn ofar
eru toppgígarnir. Myndina teiknaði
höfundur eftir ýmsum heimildum.
latínu-grísku). Þá var kallað eftir
hjálp frá æðri máttarvöldum eins og
venjan er á Etnusvæðinu, og brást
hún ekki: Hraunrertnslið fór að vísu
yfir tvo vegi en stöðvaðist síðan. I
fyrstu viku nóvember dró úr virkni í
nyrðri gosstöðinni en virknin var
óbreytt í þeirri syðri. Að næturlagi
var stórkostlegt að horfa á glóandi
kvikustrókana teygja sig 300 til 700
metra upp í loftið (7. mynd) og náði
gosmökkurirtn allt að 5 km hæð.
Gígarnir færðust til, lokuðust og
opnuðust aftur en öskusprengingar
héldu nánast stanslaust áfram alveg
til gosloka.
Mikil skjálftavirkni var á öllu
Etnusvæðinu meðan á síðara gosinu
stóð (8. mynd) og varð þorpið Santa
Venerina verst úti í tveimur skjálftum
þann 29. október og 24. nóvember
2002 (9. mynd). Hraunrennsli úr syðri
gosstöðirtni var lítið sem ekkert í
fyrstu en magnaðist verulega um
miðjan nóvember og rann óslitið frá
þeim til gosloka 29. janúar 2003 (10.
mynd). Skömmu fyrir jól 2002 rann
hraun yfir austurhluta ferðamanna-
bæjarins Rifugio Sapienza suður af
gosstöðvunum. Meðfram allri aust-
urströnd Sikileyjar, frá Palermó suður
til Katamu og Sýrakúsu, varð
allnokkurt öskufall svo vikum skipti.
Skýlið Torre del Filosofo í rúmlega
2800 metra hæð kaffærðist alveg í
ösku og þorp eins og Zafferana Etnea
ofarlega í fjallinu þöktust tug-
sentímetra þykkri ösku.8
TVÖ GOS Á SAMA TÍMA
Gosin 2001 og 2002-2003 má túlka
sem eina ósamfellda goshrinu (sbr.
Heklugos 1980-81). Hún einkennd-
ist af óvenjumikilli öskuframleiðslu
og sprengingum (11. mynd) miðað
við gos síðustu áratuga, sem hafa
aðallega verið hraungos. Hlutfall
gjósku á móti hrauni var nálægt 2
sem þykir hátt fyrir Etnu; í gosum
síðustu 300 ára hefur þetta hlutfall
oftast verið minna en 1 (munnl.
5. tnynd. Myndin sýnir hitia óvenjustóru amfibólkristalla sem kotttu upp í neðri
gígunum 2001. Úfna útlitið stafar af þunnri hraunhúð utan utn þá. Myndina tók dr.
Massitno Pompilio, Kataníu, Sikiley, og er hún birt tneð góðfúslcgu leyfi hans.
5