Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags mikið var af vatni og gasi í kvikunni. Niðurstöður þyngdar- og segul- mælinga sem og útþenslumælinga bentu til þess að kvikan bærist hratt og beint upp eftir nýrri sprungu í setbergsundirlagi, framhjá megin- aðfærslurásinni.6 Af þessum sökum var kvikan enn hlaðin gasi, sem annars hefði losnað úr kvikunni í opnu meginrásinni. Þar sem nýi gangurinn snerti meginrásina ekki, hafði hann engin áhrif á sívirknina í toppgígunum. I júní 2002 varð aftur umtalsvert öskugos og sprengingar í topp- gígnum. Skjálftavirkninni hafði varla linnt frá því síðasta stórgosi lauk. Auk þess var enn verulegt magn af kviku til staðar í irtnskoti á 6-15 km dýpi. Náið var fylgst með kvikuhreyfingum og voru þær túlkaðar þannig að ertn streymdi kvika inn að neðan,7 Aðfaranótt 27. október 2002 braust enn eitt hlíðar- gosið út á tveimur stöðum eftir talsverða skjálftahrinu: annarsvegar í norðurhlíðirtni í um 2400 metra hæð og hinsvegar í 2750 metra hæð í suðurhlíðinni (4. og 6. mynd), ekki langt frá gosstöðvunum frá 2001. í þessu gosi og jarðskjálftum sem fylgdu því varð nokkurt tjón. Strax í upphafi eyðilagði hraun frá nyrðri sprungunni skíðaaðstöðu ferða- mannastaðarins Piano Provenzara og ógnaði bænum Linguaglossa (sem orðrétt þýðir „tungutunga" á 4. mynd. Gígarnir frá 2001 og 2002/3 á suðurhlíð Etnu. Auk þess sjást topp- gígarnir, skjólið í Torre del Filosofo, kláfferjan og aðkomustaðurinn Rifugio Sapienza. Hraun eru ekki teiknuð inn á kortið. Gígaröðinni frá 2001 má skipta í tvennt, annars vegar neðri gígaröðina, þar sem trakýbasalt kom upp, næstum díla- aust, með lítið plagíóklas en stóra amfiból- kristalla og sandsteinshnyðlunga. Efst í henni er gígurinn „Laghetto" (Tjarnar- gígur) sem gaus með alhniklum ösku- sprengingum. Ofar í hlíðinni er svo efri gígaröðin sem gaus prófýrísku trakýbasalti án amfibóls og sandsteinsbrota. Gígur 2002/3 er fyrir vestan gígaröð 2001, en hann myndaðist á syðri sprungunni (nyrðri sprungan, sjá 6. tnynd). Aðeins ofar er skjólið Torre del Filosofo, enn ofar eru toppgígarnir. Myndina teiknaði höfundur eftir ýmsum heimildum. latínu-grísku). Þá var kallað eftir hjálp frá æðri máttarvöldum eins og venjan er á Etnusvæðinu, og brást hún ekki: Hraunrertnslið fór að vísu yfir tvo vegi en stöðvaðist síðan. I fyrstu viku nóvember dró úr virkni í nyrðri gosstöðinni en virknin var óbreytt í þeirri syðri. Að næturlagi var stórkostlegt að horfa á glóandi kvikustrókana teygja sig 300 til 700 metra upp í loftið (7. mynd) og náði gosmökkurirtn allt að 5 km hæð. Gígarnir færðust til, lokuðust og opnuðust aftur en öskusprengingar héldu nánast stanslaust áfram alveg til gosloka. Mikil skjálftavirkni var á öllu Etnusvæðinu meðan á síðara gosinu stóð (8. mynd) og varð þorpið Santa Venerina verst úti í tveimur skjálftum þann 29. október og 24. nóvember 2002 (9. mynd). Hraunrennsli úr syðri gosstöðirtni var lítið sem ekkert í fyrstu en magnaðist verulega um miðjan nóvember og rann óslitið frá þeim til gosloka 29. janúar 2003 (10. mynd). Skömmu fyrir jól 2002 rann hraun yfir austurhluta ferðamanna- bæjarins Rifugio Sapienza suður af gosstöðvunum. Meðfram allri aust- urströnd Sikileyjar, frá Palermó suður til Katamu og Sýrakúsu, varð allnokkurt öskufall svo vikum skipti. Skýlið Torre del Filosofo í rúmlega 2800 metra hæð kaffærðist alveg í ösku og þorp eins og Zafferana Etnea ofarlega í fjallinu þöktust tug- sentímetra þykkri ösku.8 TVÖ GOS Á SAMA TÍMA Gosin 2001 og 2002-2003 má túlka sem eina ósamfellda goshrinu (sbr. Heklugos 1980-81). Hún einkennd- ist af óvenjumikilli öskuframleiðslu og sprengingum (11. mynd) miðað við gos síðustu áratuga, sem hafa aðallega verið hraungos. Hlutfall gjósku á móti hrauni var nálægt 2 sem þykir hátt fyrir Etnu; í gosum síðustu 300 ára hefur þetta hlutfall oftast verið minna en 1 (munnl. 5. tnynd. Myndin sýnir hitia óvenjustóru amfibólkristalla sem kotttu upp í neðri gígunum 2001. Úfna útlitið stafar af þunnri hraunhúð utan utn þá. Myndina tók dr. Massitno Pompilio, Kataníu, Sikiley, og er hún birt tneð góðfúslcgu leyfi hans. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.