Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Niðurbrot lúpínublaða í niðurbrotspokum í lúpínubreiðu á Háamel í Heiðmörk við Reykjavík á tímabiiinu nóvember 1991 til júní 1993. Meðaltal ± staðalskekkja, n=10. - Decomposition oflupin leaflitter in mesh bags placed on the soil surface in a lupin patch in Heiðmörk, southwest Iceland, from November 1991 to June 1993. Average ± s.e., n=10. 7. mynd. Niðurbrot lúpínustöngla í niðurbrotspokum í lúpínu- breiðu á Háamel í Heiðmörk við Reykjavík á tímabilinu nóvember 1991 til júní 1993. Meðaltal ± staðalskekkja, n=10. - Decomposition of lupin stetn litter in mesh bags placed on the soil surface in a lupin patch in Heiðmörk, southwest lceland, from November 1991 to June 1993. Average ± s.e., n=10. maðka hafi flýtt niðurbroti sinunn- ar þar sem mulin sina og ána- maðkasaur innihalda meira af næringarefnum en venjulegur jarð- vegur og örveruvirkni verður því meiri þar.13 Draga má þá ályktun að lúpínusina, sérstaklega blöð, sé mikilvæg fæðuuppspretta fyrir ánamaðka sem flýta fyrir losun næringarefna sem ella hefðu verið bundin lengur í sinunni. ÁNAMAÐKAR í LÚPÍNUBREIÐUM Á Norðurlandi Jarðvegssýni voru tekin í lúpínu- breiðum á Norðurlandi, í lok ágúst 1993, til að kanna magn og tegundasamsetningu ánamaðka þar. Fyrir valinu urðu: (a) lúpínu- breiða í bæjarlandi Húsavíkur á Skálamel, (b) breiða fyrir ofan bæinn Hveravelli í Reykjahverfi og (c) breiða á norðurhluta Hrís- eyjar á Eyjafirði. Þrjú sýni voru tekin inni í 15-25 ára gömlum breiðunum, þar sem lúpínan var ríkjandi í gróðurfari, og í jaðri þeirra þar sem lúpínan var að breiðast inn á ný svæði. Líkt og í Heiðmörk var fjöldi ánamaðka mestur í elsta hluta lúpínubreið- anna. Við Húsavík var fjöldi ána- maðka þar um 240/m2 og í Hrísey um 360 /m2. Lífmassi ánamaðka var rúmlega 10 g þurrvigt/m2 við Húsavík en allt að 22 g þurr- vigt/m2 í Hrísey. Til samanburðar mældist fjöldi ánamaðka á Hvera- völlum rúmlega 100/m2 og líf- massi þeirra um 2,5 g þurrvigt/ m2 (3. tafla). Fjórar tegundir ánamaðka fundust í lúpínubreiðunum í Hrís- ey og á Hveravöllum, þ.e. grááni, svarðaráni, mosaáni og taðáni. I lúpínubreiðunni við Húsavík fannst auk þeirra stóráni, sem er stærsta íslenska tegundin og lifir yfirleitt í mjög frjósömum jarð- vegi. Stóráni virtist dafna þar mjög vel og var m.a. í talsverðum mæli í jaðri breiðunnar og var fjöldi egghylkja þar um 150/m2. Stóráni hafði úr nægum efnivið að moða enda var uppskera í lúpínu- breiðunni 323-491 g/m2 og magn sinu á yfirborði jarðvegs allt að 122 g/m2P Við Húsavík var stór- áni ríkjandi tegund hvað varðar fjölda, eða um 85 /m2, en hlutdeild gráána var einnig töluverð, um 58 /m2. í Hrísey var taðáni ríkjandi tegund, um 272/m2, en á Hvera- völlum var mosaáni ríkjandi, um 43 /m2. 3. tafla. Fjöldi og lífinassi (*=g þurrvigt) ánamaðka og egghylkja í lúpínubreiðum við Húsavík, ofan Hveravalla í Reykjahverfi, á norðanverðri Hrísey á Eyjafirði og á Kvískerjum í Öræfum. Meðaltal, n=3. - Number and biomass (**=g dry weight) of earthworms and cocoons in lupin patches at Húsavík, Hveravellir and Hrísey, north Iceland, and at Kvísker, southeast Iceland. Average, n=3. Aldur lúpínubreiðu Húsavík Hrísey Hveravellir Kvísker Estimated age ofa lupin patch 20 ávahjears 25 áralyears 15 ára/years 32 áradyears Fjöldi/m2 Number/m2 Lífmassi / * Biomoss/** Fjöldi/m2 Number/m2 Lífmassi/ * Biomass/** Fjöldi/m2 Number/m2 Lífmassi/ * Biomass/** Fjöldi/m2 Number/m2 Lífmassi / * Biomass/** Egghylki /Cocoons 192 1,81 635 2,51 107 0,22 347 1,13 Ungviði / Juveniles 187 7,67 261 6,48 42 0,38 96 4,66 Fullorðin dýr/Adults 53 2,74 101 15,10 44 2,13 69 7,75 * Bjami Diðrik Sigurðsson, Borgþór Magnússon & Hólmfríður Sigurðardóttir 1993. Uppskera í lúpínubreiðum. Óbirt samantekt. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. 17

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.