Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Gosmyndanir við Kerlingarbás á Reykjanesi (sjá einnig 3. mynd). - Various types of volcanic formations in sea-cliffs at Kerlingarbás, Reykjanes. hraunið. Á milli þeirra er einungis foksandur en enginn jarðvegur. Bendir flest til að hraunin séu af líkum aldri og hafi runnið á sama gosskeiði, ef til vill í sömu eldum, fyrir tæpum tvö þúsund árum. Reykjaneseldar fyrir tvö ÞÚSUND ÁRUM Þar sem Eldri Stampagígaröðin ligg- ur að sjó í Kerlingarbás hafa mynd- ast jarðlagaopnur af völdum sjávar- rofs sem gefa færi á að skoða hraun, gíga og gjóskulög frá ýmsum tímum í þversniði (2. og 3. mynd). Segja má að megindrættirnir í gossögu Reykjaness síðustu árþúsundin blasi þama við augum. Ekki verður öll sú saga rakin hér heldur aðeins það sem viðkemur Eldra Stampagosinu. Fyrstu merki um virkni á Eldri Stampagígaröðinni er þunnt fín- korna öskulag sem liggur næst undir syðsta gjallgíg gígaraðarinnar og hrauntaumum frá honum. Af komagerð öskunnar að dæma hefur hún myndast í neðansjávargosi (R-2 á 2. mynd). Askan hefur ekki fundist í jarðvegssniðum og bendir það til lítillar dreifingar á landi. Af þessu má ráða að upphaf Eldra Stampa- gossins hafi verið í sjó. Upptaka- gígurinn er nú með öllu horfinn. Vísbendingar em um að gosspmng- an hafi einnig verið virk á landi um svipað leyti (sjá síðar). Ofan á ösku- lagið R-2 hleðst síðan myndarlegur gjallgígur, um 20 m hár. Gosrás gígsins, sem nú er bergstandur, gengur upp í gegnum öskulagið. Hraun frá þessum gíg og öðmm 3. mynd. Eldri Stampagígaröðin við Kerlingarbás (mynd tekin af Önglabrjótsnefi til austurs). - The south end ofthe Older Stampar crater row at Kerlingarbás, Reykjanes. Ljósm./Photo: Magnús Á. Sigurgeirsson. 23

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.