Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Rataskeljar úr Norður-Atlantshafi. Norðtnaðurinn G.O. Sars7 nefndi 1-3 H. rugosa en 4-6 H. arctica. - Hiatella from the North Atlantic as identified hy G.O. Sars.7 The rounded-oval type 1-3 was identified as Hiatella rugosa and the triangular 4-6 as H. arctica. verður líklega að teljast frekar óheppilegt að einmitt sú lirfugerð skyldi í byrjun vera nefnd rugosa, ef arctica-gerðin finnst varla eða rétt nær inn á arktísk hafsvæði. Af þessu virðist því mega draga þá ályktun að frá Miðjarðarhafi og norður til íslands finnist tvær tegundir af Hiatella, en norðan við ísland í kaldari heimskautasjó sé aðeins ein tegund, H. rugosa.24 Ockelmann25 hefur bent á að ekki sé mögulegt að líta á þessar tvær lirfugerðir í Norður-Atlantshafi sem „vistfræðilegar gerðir" þar sem þær hafi mismunandi útbreiðslu og einnig þar sem raunveruleg mil- listig milli þeirra finnist ekki. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að önnur tegundin, þ.e. Hiatella rugosa, bori sig niður í botninn en hin ekki. Hunter19 hefur skoðað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að auðvelt sé að greina á milli þessara tveggja lirfugerða í um það bil tvær vikur eftir myndbreytingu (meta- morphosis), en eftir það'fari þær að líkjast hvor annarri svo mikið að ógerlegt verði að lokum að greina þær í sundur á formeinkennum. Einnig benti hann á að ekki virtist skipta neinu máli frá hvorri lirfugerðinni þau eintök komu sem tóku til við að bora sig niður í botn- inn. Þær virtust báðar geta vaxið upp í einstaklinga sem boruðu. Ekki fundust nein einkenni hjá lirfunum sem ráða því hvort dýrið borar eða ekki. Það virðist alfarið ráðast af botngerðinni, þ.e. hvort hún sé heppileg til að bora í eða ekki. Guðrún Þórarinsdóttir (persónu- legar upplýsingar 2003) hefur sömu reynslu og Hunter, að aðeins sé unnt að aðskilja lirfurnar í stuttan tíma eftir myndbreytingu. Þótt báðar lirfugerðirnar hafi fundist í Eyjafirði, benda Elena Garcia og Guðrún26 á að allar fullvaxnar rataskeljar, sem þær skoðuðu úr firðinum, hafi meira áberandi einkenni H. arctica. Niðurstaðan virðist því vera sú að í Norður-Atlantshafi séu a.m.k. tvær tegundir af Hiatella. Þær eru greinan- legar á ytri einkennum á fyrstu tveimur vikum lirfustigs eftir mynd- breytingu, en þá renna þær saman í formi og að lokum er ekki gerlegt að greina þær í sundur á formein- kennum. Hér er þá líklega komin nokkur skýring á mismunandi niðurstöðum skeldýrafræðinga um fjölda rataskeljategunda í Norður- Atlantshafi. Útbreiðsla og vistfræði Eins og ráða má af því sem á undan er sagt, virðist Hiatella rugosa ná lengra norður í höf en H. arctica. Hún finnst frá Frans Jósefslandi, Novaja Zemlja, Karahafi, Laptevhafi, Austur-Síberíuhafi, Tsjúkothafi og Beringssundi suður á bóginn til Miðjarðarhafs, Marokkó, Mexíkó- flóa og Japanseyja.25, 8 H. arctica virðist hins vegar ná frá Norður- Noregi, Vestfjörðum og Norðurlandi suður á bóginn til Miðjarðarhafs, norðurhluta Angóla, Mexíkóflóa, vesturstrandar Panama og Japans- eyja.21, 25 27'8 Það getur hins vegar reynst erfitt að gefa upp nákvæma útbreiðslu hvorrar tegundar fyrir sig þvi að í flestum ritum eru þær tekn- ar saman og fjallað um þær sem eina tegund. Þannig er ekki fullkomlega ljóst hvort H. arctica lifir eins og H. rugosa umhverfis norðurheimskaut- ið (cirkumpolar) og hvort önnur þeirra eða báðar lifa í fánubelti norðan við suðurheimskautið. Þá er 3. mynd. Rataskeljalirfur úr Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Lirfur 1^1 voru taldar heyra til H. rugosa, en 5-8 til H. arctica. - Pelagic larvae o/Hiatella from the North Atlantic and Mediterranean. Larvae 1-4 were identified as H. rugosa, 5-8 as H. arctica. - 1. Austur-Grænland/East Greenland, 2. Danmörk/Danish Seas, 3. Austur- Kanada/ Canadian Atlantic coast, 4-5. Norðursjór/North Sea, 6. Adríahaf/Adriatic Sea, 7. Plymouth/Plymouth, England 8. Danmörk/Danish Seas. - Mynd frá Thorsonu/ From Thorson.u 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.