Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Oddur Sigurðsson Gláma Að vera eða vera ekki - jökull Jöklar hafa lengi verið íslensku þjóðinni hugleiknir og ekki að ófyrirsynju. Fáir þættir í náttúrunnar ríki hafa verið jafnógnvekjandi og jöklarnir þar sem þeir voma yfir byggð og óbyggð og af þeim er einskis góðs að vænta. Hvenær sem var gátu komið þaðan skaðvænleg flóð og sum svo mikil að óvíða á byggðu bóli er samjöfnuð að finna. Þótt jöklarnir væru þannig fræg- astir fyrir að hlaupa ofan yfir byggð með flóðum, áttu þeir það einnig til að þenjast út hægt og rólega eða með fjörköstum með skelfilegum afleiðingum jafnvel fyrir heilar sveitir. Þannig gengu þeir yfir lönd manna og breyttu sums staðar skógum og iðjagrænum völlum í bláhvíta eyðimörk. Jöklarnir voru sveipaðir dulúð, sem ól af sér forvitni, en jafnframt stóð af þeim ógn. Ekki var að undra að menn vildu geta séð fyrir hvort jöklar gengju fram á næstu árum eða ógninni linnti, því að forspá hafa menn lengi þráð, einkum um þá hluti sem varðar líf þeirra og afkomu. Til þess þurfti skilning sem ekki fékkst fyrirhafnarlaust og tók það menn aldir að átta sig á hvaða meginþættir stjóma vexti og viðgangi jökla. Þar stóðu íslendingar jafnan framarlega ef ekki fremstir meðal þjóða, með Þórð Þorkelsson Vídalín (1662-1742) og Svein Pálsson (1762-1840) sem fyrstu merkisbera. að var þó ekki fyrr en kom fram á tuttugustu öld að menn fóm að fylgjast skipulega með hreyfingum jökla. Smám saman kom í ljós að merkustu vísindamenn í faginu höfðu farið villir vegar um sögu jöklabreytinga. Stærð jökla var mönnum óljós. Um aldir voru gefin út kort af land- inu án þess að Vatnajökull fengi þar sinn eðlilega sess og var hans jafnvel að engu getið þótt aðrir minni trónuðu þar með nafni og táknum. Er svo jafnvel enn að nákvæm tala um flatarmál jökla á íslandi liggur hvergi fyrir og hleypur óvissan á hundruðum ferkílómetra. Tölu hafa menn ekki heldur komið á jöklana og er það ekki vansalaust þótt sumir séu ærið smáir og ekki alltaf ljóst hvað telja skuli jökul og hvað ein- ungis fartnir. Slík deila kom upp fyrir um einni öld og laut að því hvort jökull væri á Glámu. Er deilan raunar ekki útkljáð enn þótt hún hafi legið í dái í hálfa öld. Því skal sú saga hér rakin að nokkru og reynt að skera úr um deilumálið. Rétt er að greina frá því þegar í upphafi að meðal fræðimanna er jökull skilgreindur sem ísmassi sem er orðinn þjáll hið innra af þunga sínum og hnígur undan eigin fargi. Merking ÖRNEFNISINS GLÁMA Samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar1 getur orðið gláma merkt hvítur glampi, skammvinnt sólskin, þurrkflæsa, snjóblettur í fjalli, blesa (á hesti) eða eyða. Það á sér skyld orð í öðrum norrænum málum sem tengjast ljósi og augum. Þá er oft átt við litar- eða birtubrigði þegar glámu ber á góma. Einnig gæti í heitinu falist að þaðan sé gott útsýni, að því er Þórhallur Vil- mundarson2 telur. Hann hefur tekið saman fróðleik um örnefnið og hefur fundið það á nokkrum stöðum á landinu sem heiti á mýri, tjörn, læk, skriðu og eyðibýli auk fjalls eða fjalllendis. Líklegt verður að teljast að Gláma á Vestfjörðum hafi dregið nafn af langvarandi snjósköflum eða fönnum sem setið hafa í fjallinu þegar á fyrstu öldum íslandsbyggðar, en það er þó ekki víst. Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 47-61, 2004 47

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.