Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 56
Náttúrufræðingurinn
7. mynd. Tveir skálarjöklnr, hvor um sig innan við Vi ktn2, undir klettabrún í botni Seljalandsdals í Álftafirði, 8. september 2001. -
Two cirque glaciers northwest of Gláma on 8 September 2001. Each of them is less than Vi km2 in area. Ljósm./Photo: Oddur
Sigurðsson.
ÝMSAR RANNSÓK.NIR Á
GLÁMU OG HEILABROT
Nú má huga að því hvort líkur séu
til að Glámujökull hafi nokkurn tíma
þykknað svo að hann hafi hnigið til
á undirlagi sínu. Til marks um það
má leita að jökulruðningi af ein-
hverju tagi eða hvort vatnsföll hafi
borið í sér jökulgorm. Það hafa menn
tekið sér fyrir hendur. Winkler skri-
faði um rannsóknir sínar á yfirborði
Glámu og komst að þeirri
niðurstöðu að enginn jökull hefði
verið þar í langan tíma og sennilega
ekki síðan ísöld lauk. í yfirlitsflugi
höfundar um Vestfirði, 8. september
2001, var sérstaklega hugað að um-
merkjum jökla á Glámu. Fannst þar
enginn staður sem líklegur virtist til
að hafa hýst jökul síðustu aldir. Var
þá höfð til hliðsjónar samskonar
athugun á fjallasvæðum kringum
Eyjafjörð þar sem víðast mátti glöggt
greina hvort hreyfing hefði verið á
jöklum á undanfarinni öld. Slíka
smájökla var hins vegar að finna
norðan undir brúnum fjalla fyrir
botni Álftafjarðar norðan Lamba-
dalsfjalls (7. mynd) og er það í sam-
ræmi við þá reynslu að jökla er
víðast að finna á Norðurlandi móti
norðri, einkum undir bröttum
hlíðum eða hömrum. Á Vestfjörðum
er Drangajökull nú um stundir eina
undantekningin frá þessari reglu.
Ekki eru menn sammála um
hvort jökulgrugg hafi borist frá
Glámu. Eggert Ólafsson segir
jökulvabi koma bæði frá Dranga-
jökli og Glámu. Þetta stangast á við
fyrra rit hans, Enarrationes... þar
sem segir: „En þar fyrir utan eru á
íslandi mörg fjöll sem úr rennur,
undir niðri, mikið vatnsmagn ef
marka má rétta útreikninga. Sömu
náttúru eru gædd tvö velþekkt
íslands fjöll, þau hin mestu í Vest-
firðingafjórðungi (Quadrans Occi-
dentalis), Gláma og Snæfellsjökull.
En þótt hið fyrra sé hvítt af gífurlegri
fanndyngju sem breiðir úr sér þvert
og endilangt, er samt ekki að merkja
ofanjarðar nokkurt afrennsli fljóta, ef
frá eru taldir fáeinir lækir" (þýðing
Gottskálks Jenssonar úr latínu).
Eggert finnur það sameiginlegt með
Snæfellsjökli og Glámu að frá
hvorugu renni ár að heitið geti.
Skýringin á því er sú að mestallt
leysingarvatn frá Snæfellsjökli
hripar ofan í hraun o^ óþétt berg
eins og Sveinn Pálsson gat sér til,
en frá Glámu, sem að sönnu liggur á
mjög þéttu bergi, kom engin jökla-
leysing, enda ekki jökli þar fyrir að
fara.
Sveinn Pálsson hefur heyrt sagt
að frá Glámu komi aðeins fáeinir
lækir en engar stórár. Þar sé ekki
vitað um hættulegar sprungur.
Þangað kom hann aldrei sjálfur.
54