Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þorvaldur Thoroddsen"1 telur Vatnsdalsá og Vattará vatnsmestar þeirra sem upptök eiga í Glámu eða í nánd við hana og segir stundum á þeim dálítinn jökullit. Sigurjón Rist segir í upptalningu á jökulám á Vestfjörðum að á fyrstu tveim áratugum 20. aldar hafi Vattardalsá skilað smávægilegum jökulgormi út til Vattarfjarðar. Vatnasvið Vattar- dalsár nær hvergi nema í 600 m y.s. og kemur því ekki til greina að jökull hafi orsakað gruggið í ánni. Vatna- svið Vatnsdalsár nær hins vegar upp í rúmlega 800 m y.s. á litlu svæði syðst á Glámuhálendinu. Það snýr allt móti suðri og er því ólíklegasti staðurinn þar um slóðir til að hafa fóstrað jökul. }ón Eyþórsson " segir í töflu að á Glámu sé sennilega enginn jökull en miklar fartnir milli 800 og 900 m hæðar yfir sjó. Sigurður Þórarinsson tók saman ítarlegt yfirlit um breytileika jökla á árabilinu 1690-1940. í því riti er rækileg samantekt um Glámujökul þar sem helstu niðurstöður eru (þýtt úr ensku): „1. Kort Bjamar Gunnlaugssonar og Þorvalds Thoroddsen eru ekki nógu nákvæm til að meta stærð jökulsins eða breytingu á henni. Ályktanir Keilacks skortir því styrkan gmnn. 2. Sú skoðun Winklers að Glámu- jökull hafi ekki verið til á sögu- legum tíma samrýmist ekki þekktum staðreyndum. 3. Þótt ekki verði það afdráttarlaust sannað, er ástæða til að halda að ekki hafi verið jökulhetta á Glámu nokkrar aldir eftir landnám. Samt sem áður er ástæða til að ætla að þegar nafnið Gláma var fyrst notað - sennilega um árið 900, og örugglega fyrir öndverða 13. öld - þá hafi verið sumarsnjór og hjam- skaflar nærri eða í svipuðum mæli og á 3. og 4. áratug 20. aldar. 4. Útgáfur Mercators og Orteliusar á korti Guðbrands Þorlákssonar af íslandi sýna líkindi til að jökull hafi verið á Glámu um 1570. 5. Gláma var örugglega jökli þakin snemma á 18. öld og um miðja þá öld voru Glámujökull og Dranga- jökull tiltölulega stórir, sennilega nálægt sögulegu hámarki sínu og mun stærri en þeir em nú [1943]. Þessir jöklar vom einnig stórir á fyrri helmingi 19. aldar. Árið 1893 var jökull endanlega horfinn af Glámuhálendinu. Drangajökull hefur minnkað mikið síðan á 5. áratug 19. aldar." Ástæða er til að fara nokkrum orðum um röksemdir Sigurðar. í fyrsta lagi má taka undir að kort Bjarnar Gunnlaugssonar og Þor- valds Thoroddsen skortir mikið á nákvæmni hvað varðar Glámu- hálendið. í öðru lagi stefnir hann orðum Eggerts Ólafssonar og Bjöms Halldórssonar, sem báðir áttu að hafa glöggar fréttir af Glámujökli ef ekki séð hann sjálfir, gegn rann- sóknum Winklers og lítur á ályktan- ir sem byggjast á orðum Islend- inganna sem staðreyndir. Ekki 8. mynd. Landmælingavarða upp af botni Dýrafjarðar. Mynd tekin 1928. - Geodetic bench mark of unknown age a kilometer WSW of Leutenants' Cairn. Photo of 1928. Ljósm./Photo: NN. verður með góðu móti litið fram hjá því að þeim Vestfirðingunum hefur ekki verið vandara um en Þorvaldi Thoroddsen að skilgreina jökul, en sú skilgreining uppfyllir ekki kröfur sem gera verður nú á dögum. Ymsir þeir sem um Glámujökul fjalla á 18. öld velta vöngum yfir því að ekki skuli renna frá jöklinum nein vatns- föll sem við mætti búast. Þorvaldi þótti ástæða til að taka fram að þar hafi aldrei sést skriðjökull. Fjórða niðurstaða Sigurðar er að sjá megi samskonar merkingu á Glámu og svæðinu sem ætla verður austanverðum Vatnajökli á kortum Guðbrands Þorlákssonar í atlas Mercators þótt hann sé ekki nefndur á nafn þar. Vissulega eru líkindi með þessum tveim stöðum á kortinu en ekki verður séð að neinu slíku sé til að dreifa við jöklana á miðhálend- inu, sem eru kirfilega merktir sem jöklar og með allt öðru sniði. Slík líkindi er ekki að finna á íslandskort- inu í atlas Orteliusar og verður þá að gera ráð fyrir að staðkunnugur maður hafi haft hönd í bagga með eftirgerð á korti Guðbrands í seinni útgáfunni en ekki þeirri fyrri. Þessu verður að taka með varúð. í fimmta lagi telur Sigurður að jöklar á Vest- fjörðum hafi verið nálægt sögulegu hámarki um miðja 18. öld. Þar vitnar hann í Jón Eyþórsson sem telur að skriðjöklar Drangajökuls hafi verið mjög framarlega á fyrri hluta 18. aldar. í sama riti lætur Jón þess getið að þessir skriðjöklar hafi gengið all- snögglega fram um 1840, jafnvel lengra en á fyrri hluta 18. aldar. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.