Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 58
Náttúrufræðingurinn
Þegar hartn komst að þessari niður-
stöðu, var mönnum ekki ljóst eðli
framhlaupsjökla sem Drangajökull
hefur í svo ríkum mæli. Á um 60-70
ára fresti rásar jökullinn ofan í
Reykjarfjörð, Leirufjörð og Kaldalón,
jafnvel svo kílómetrum skiptir, án
þess að loftslagsbreytingar og við-
gangur jökulsins hafi nokkur áhrif
þar á. Þess vegna verður ekki séð
svo glöggt hvenær Drangajökull var
í hámarki og þarf það alls ekki að
fara saman við lengstu framrás
skriðjöklanna.
Sigurður Þórarinsson drap aftur á
Glámu í Sögu íslands og hefur þar
ekki í neinu breytt fyrri niðurstöðum
sínum hvað jökulinn varðar.
Kjartan Ólafsson ritaði veglega
um Vestur-Isafjarðarsýslu og minn-
ist þar meðal annars á deilur Þor-
valds Thoroddsen og Stefáns
skólameistara. Harin telur líklegt að
Glámujökull hafi verið til í raun á 18.
og 19. öld.
Mönnum verður tíðrætt um að
ekki þurfi nema smávægilega lofts-
lagsbreytingu til að snælínan færist
niður á við og þá myndist jökull
þar sem enginn var áður. Það er
mikið rétt, en slík myndun jökuls
tekur vart minna en eina öld í ein-
dreginni kuldatíð. Það þarf geysi-
legar loftslagsbreytingar til að
jökull bæti að meðaltali við þykkt
sína einum metra á ári. Á þeim 15
árum sem mælingar á afkomu
Hofsjökuls hafa verið stundaðar
hefur það gerst einu sinni, en það
var 1991-1992 þegar saman fór
einn úrkomumesti vetur á öldinni
og kalt sumar. Líkur til að slíkt
gerist mörg ár í röð eru litlar en
komi 50 slík ár án hlés væri hugsan-
legt að vísir að jökli myndaðist. Á
sama hátt tekur það jökul sem er
hálft hundrað metra á þykkt öld að
hverfa og hann skilur örugglega
eftir sig augljós ummerki. Engar
líkur eru til að jökull sem Þorvaldur
lýsti 1886-1887 og merkti á kort sitt
gæti hafa verið horfinn árið 1893,
þegar Stefán skólameistari leitaði
gagngert að honum alla leið upp á
Sjónfríð. Mælingamenn herforingja-
ráðsins danska fundu engin merki
um hann 1913 og árið 1914 fundu
þeir Herrmann ” og félagar enga
skafla sem þeir áætluðu þykkari en
10 m. Tímabilið 1890-1925 verður
síður en svo kallað hlýindaskeið og
ekki líkur til að smájöklar hefðu
látið mikið á sjá.
í hinu magnaða riti sínu
Landfræðissögu Islands segir Þorvald-
ur Thoroddsen frá því að norski
landmælingamaðurinn Hans Frisak
reisti vörður víða um Vestfirði árið
1806. Meðal annars var ein hlaðin á
Glámu og önnur reist á Hljóða-
bungu á Drangajökli. Á síðari staðn-
um var ekki völ á grjóti til hleðslu
svo varðan var slegin saman úr
timbri. Nóg var af grjóti á Glámu svo
ekki hefur jökullinn verið þykkur
þar þá. Þessa vörðu fann Stefán
Stefánsson skólameistari á Sjónfríð
og segir hana kallaða lauten-
antavörðu og stendur hún þar enn
(3. mynd). Þess vegna er alveg ljóst
að á 19. öld var enginn jökull á
hákolli Glámuhálendisins.
Vörður á Glámu hafa ekki þar
með sagt alla sína sögu því að rúm-
lega einn kflómetra vestan við hákoll
Sjónfríðar er geysihaglega hlaðin
varða sem stendur hnarreist nærri
þriggja metra há (2. og 8. mynd), í
891 m hæð yfir sjávarmáli sam-
kvæmt mælingum Orkustofnunar.
Ástæða þessarar vörðu er greinar-
höfundi ekki kunn en vitað er að
hún var þar 1908.
Gátu jöklar þrifist milli hnjúkanna
þótt hæstu kollar stæðu upp úr?
Háskörðin ná í tæplega 800 m y.s.
upp af víðum skálum sem vita móti
vestri og til austurs tekur við há-
slétta Vestfjarða. Skálasætin eru í um
600 m y.s. og þar er ekkert sem
bendir til jökulmyndunar, enda
liggja þær ekki í forsælu. Norðan
undir Sjónfríð er nokkuð brött hlíð
og vottar þar fýrir skálarmyndun.
Þar fyrir neðan liggur dálítill
urðarhaugur sem gæti hafa myndast
fyrir tilstilli jökuls eða skriðu (2.
mynd), en ekki er vitað um aldur
þeirrar myndunar. Sá jökull hefur þó
ekki náð einum ferkílómetra að
flatarmáli og vantar talsvert á. Það er
eini staðurinn á öllu Glámu-
hálendinu sem lítur út fyrir að hafa
fóstrað jökul eftir að ísöld lauk.
Þarna gildir sama lögmálið og víðast
þar sem smájöklar eru hér á landi, að
þeir eru langoftast norðan í móti,
gjaman undir bröttum hlíðum eða
hömrum (skálarjöklar) og þrífast
varla móti sólarátt.
Brúnir fjalla upp af Seljalandsdal í
Álftafirði em með klettum sem ná
upp undir 900 m hæð yfir sjó í hléi
við Lambadalsfjall, sem er mun
hærra en Gláma. Á þrem stöðum
undir þeim, beggja vegna Lamba-
dalsskarðs, hafa greinilega verið
litlir skálarjöklar og eru leifar þeirra
þar enn (8. mynd). Þessir þrír jöklar
hafa þegar best lét greinilega ekki
verið nema um tvöfalt stærri en þeir
eru nú. Slíkir jöklar virðast ekki hafa
náð að myndast við Glámu, nema
hugsanlega norðvestan undir Sjón-
fríð eins og^áður er sagt. Lýsing
Ágústs Leós á íshelli í Hattardal í
Álftafirði bendir varla til að þar hafi
verið um jökul að ræða, enda er fjall-
ið þar mun lægra en Lambadalsfjall.
JÖKLAFRÆÐILEGAR
VANGAVELTUR
Fyrir utan það sem áður er sagt um
skilgreiningu á jökli eru ýmsir
drættir sem eru sameiginlegir öllum
íslenskum jöklum. Hvern vetur
bætir á þá umtalsverðum snjó og að
sumrinu verður alltaf nokkur leys-
ing. Snjósöfnun eykst með hæð yfir
sjávarmáli og leysingin minnkar
eftir því sem ofar dregur í landinu.
Af þessu leiðir að hvert haust er ein-
hvers staðar nálægt miðbiki
jökulsins jafnvægi milli ákomu og
leysingar ársins. Er þar kölluð jafn-
vægislína. I köldu ári eða snjóríku er
jafnvægi neðarlega á jöklinum en
eftir því sem hlýrra er og mirtni
snjókoma þeim mun ofar nær jafn-
vægislínan á hausti. Talsverður
munur getur verið á hæð jafnvægis-
línunnar milli ára og þar af leiðir að
smájöklar eru stundum í heild sinni
ofan línunnar og því á kafi í snjó
allan ársins hring. Nærri miðju þess
hæðarbils sem jafnvægislínan hleyp-
ur á eru hjammörk jökulsins. Þar
fyrir ofan er hvergi að finna ís á yfir-
borði, aðeins snjó eða hjam, og þar
sér ekki á dökkan dfl nema þar sem
56