Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 9. mynd. Jökull íbotni Heiðinnamannadals í Skíðadal tneð bamra að bakhjarli og því allt öðruvísi ísporðinn en Unadalsjökull. Glöggt rná sjá hve langt þeir hafa lengst gengið fratn á undanförnum öldutn. Myttd tekin 6. september 2000. - A small glacier itt northern Iceland with cliffs at its head attd, therefore, debris on its snout iti contrast to Unadalsjökull (Fig.7). Greatest recent extent can easily be delineated. Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson. jökulsker standa upp úr. Neðan hjammarka er að jafnaði jökulís á yfirborði síðla sumars og þar eru íslenskir jöklar yfirleitt röndóttir af eldfjallaösku og ryklögum. Skálar- jöklar eru auk þess jafnan með aur- og grjótkápu neðan hjammarka. Allt sem fellur á jökulinn ofan hjam- marka verður að ferðast með skriði íssins í boga undir hjammörkin og kemur upp á yfirborð um það bil jafnlangt neðan markanna eins og það var langt ofan markanna er það féll á jökulinn. Snjór sem féll skammt ofan hjammarkanna kemur upp á yfirborð rétt neðan þeirra og bráðnar þar. Hins vegar fer snjór sem fellur efst á jökulinn djúpt ofan í hann og með botninum niður að sporði og því er elsti ísinn alltaf við jaðar jökuls. Hjarnmörk jökuls færast mjög hægt niður (eða upp) eftir jökli þegar tíð er til langframa hagstæð (eða óhagstæð) jöklinum. Að þessu sögðu má vera ljóst að því hærra sem jökull nær upp fyrir hjammörk þeim mun meiri snjór safnast á hann og fymist til næsta árs og þeim mun lengra nær hann niður hlíðar. Við hjarnmörk verða aldrei miklar snjófymingar. í því tíðarfari sem við þekkjum frá 20. öld hafa íslenskir jöklar sjaldan þykknað meira við hjammörk en sem nemur einum metra á ári og að sama skapi þynntust þeir sjaldan um heilan metra á einu ári. Eðli sínu sam- kvæmt em smájöklar allir rétt við hjammörk sín og ná hvorki langt upp né niður fyrir þau. Þess vegna er þess ekki að vænta að þeir mynd- ist skyndilega því að það tekur þá alltént hátt í öld í eindregnu loftslagi að ná um 40 m þykkt, sem þarf til þess að þeir fari að hníga undan eigin fargi. Jafnósennilegt er að jökull sem hefur staðið vel undir nafni hverfi á fáeinum áratugum jafnvel í hinni blíðustu h'ð. Famiir sem liggja ámm og jafnvel áratugum saman geta horfið með öllu á fáeinum ámm þegar hlýnar eins og þekkt er úr Esjuhlíðum á 20. öld. Ófeigsfjarðarheiði var talin hluti af Drangajökli á fyrri öldum en nú er talið að þar hafi einungis verið langæjar fannir enda hurfu þær á undraskömmum tíma. Á hafís- ámnum eftir 1965 safnaðist mikill skafl á mælistað Jöklarannsókna- félags íslands á Jökulhálsi við Snæfellsjökul. Með tímanum mnnu saman þykk íslög í þessum fönnum svo sumum þótti jöklum líkast. Mældar voru snjófyrningar við jökuljaðarinn og birtust niðurstöður þeirra mælinga í tímaritinu Jökli. Þegar kom fram á hlýju árin í lok 20. aldar styttist skaflinn mjög ört. Erlendir menn, sem skildu ekki vel skýringar með mælingunum, töldu hér vera merki um bráðarýmun jökla vegna loftslagsröskunar af manna- völdum. Annars staðar sýndu jöklar hins vegar hin réttu viðbrögð jökuls við veðurfarsbreytingum. Munar að þessu leyti eins og öðm miklu á eðli fanna og eiginlegra jökla. 57

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.