Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn að rita ættkvíslanöfn í fleirtölu og hafa sumir grasafræðingar tekið það eftir honum. í ritinu Sælindýr við ísland (1919) eftir Guðmund G. Bárðarson kom fyrst fram sú nýbreytni að mynda fyrri hluta tegundanafna sömu ætt- kvíslar með orðum sem standa í einhverju merkingarlegu samhengi en eru á engan hátt lýsandi fyrir tegundirnar sem slíkar. Seinni hluti nafnanna er þá vanalega hið al- menna flokksheiti, t.d. bobbi, snig- ill eða skel, sem ekki er sérstakt fyr- ir ættkvíslir eða ættir og getur ekki skoðast sem stofnheiti. Dæmi: Teg- undir af samlokuættkvíslinni Ven- us kallar Guðmundur friggjarskel, freyjuskel, nönnuskel og sjafitarskel. Þær eru kenndar við hinar fornu gyðjur Ásatrúar, eflaust með hlið- sjón af Venusar-nafninu. Ekki var þetta þó almenn regla hjá Guð- mundi því að oftast fylgir hann nafnareglum Stefáns. Ingimar Óskarsson tók þessa ný- breytni upp í Skeldýrafánu sinni (1952 og 1962) og hún varð síðan nokkuð áberandi í bókum sem hann og Ingólfur Davíðsson rituðu um garðplöntur og stofublóm. í þýðingu sinni á bókinni Fuglar íslands og Evrópu, Fuglabók AB (Peterson o.fl. 1962) innleiddi Finn- ur Guðmundsson þá reglu að gefa ættum eða ættbálkum fuglanna stofnheiti, í stað ættkvísla, og hefur það síðan verið meginregla hjá þeim sem ritað hafa um smádýr. Erlendar PLÖNTUR Garðplöntur í bókinni Garðagróður eftir Ingólf Davíðsson og Ingimar Óskarsson (1949/1958) er fyrrnefnd nýjung Guðmundar Bárðarsonar mikið notuð svo næstum má segja að hún sé gerð að almennri reglu, jafn- gildri þeirri sem Stefán innleiddi við afleiðslu tegundanafna. Þannig heita tegundir af Kattablómi (Nepeta) t.d. kisublóm, kettlingsblóm og högnablóm. Af Chrysanthemum (Prestafífli) eru tegundirnar friggj- arbrá, njarðarbrá, nönnubrá, freyjubrá o.fl. en þar má líta á -brá sem stofn- nafn. Sömu tilhneigingar gætir í ýmsum öðrum ritum sem þessir höfundar, einkum Ingólfur, hafa samið eða þýtt. Ekki veit ég til að aðrir grasa- fræðingar hafi tekið upp þessa reglu, og þeir sem síðan hafa fjallað um garðplöntur hafa fremur reynt að draga úr henni. í bók Ásgeirs Svanbergssonar Tré og runnar á ís- landi (1982) er reglum Stefáns að mestu leyti fylgt og Hólmfríður Sigurðardóttir reynir yfirleitt að fylgja þeim í íslensku garðblómabók- inni (1995), en undantekningar eru margar enda kemst hún ekki hjá því að nota nafngiftir þeirra Ingólfs og Ingimars. Hólmfríður ritar ætt- kvíslanöfnin í fleirtölu eins og Bergþór. í Stóru garðabókinni, sem kom út um sama leyti (1996) undir ritstjóm Ágústs H. Bjamasonar, var nafna- reglum Stefáns fylgt þegar búin vom til nýnefni á fjölmörgum kaktusum og öðmm þykkblöðungum og leitast við að samræma eldri nöfn garð- plantna þessum reglum. Matjurtir og stofublóm Matjurtabækur eiga sér langa sögu hér á landi og komu þær fyrstu út seint á 18. öld, þ.e. íslendsk Urtagarðs Bok, Ólafs Ólafssonar (Olaviusar), 1770 og Lachanologia Eggerts Ólafs- sonar sem Bjöm Halldórsson mágur hans gaf út að honum látnum 1774. í þessum ritum vom mótuð flest ís- lensk heiti á matjurtum sem enn em notuð og vom þau ýmist alþjóðleg eða íslenskuð fræðinöfn. Sem dæmi má nefna kartöflur sem Olavius nefn- ir „Jarðeple, Potetur" en getur líka um erlend nöfn, svo sem „Tartufler", sem er ítalskt að uppmna og varð síðan kartöflur á okkar máli. Þegar Einar Helgason semur matjurtabók- ina Hvannir og gefur út, 1926, em ís- lenskar nafngiftir matjurta þegar komnar í fastan farveg. Síðan hafa fá nöfn bæst við á þeim vettvangi. Fyrsta íslenska bókin um inni- plöntur var kverið Rósir eftir Einar Helgason sem út kom í Reykjavík 1916 og 2. útg. 1931. Þetta var „Leiðarvísir um ræktun inni- blóma" en þó er allmörgum ætt- kvíslum og tegundum lýst. Þær em flestar nefndar sínum latnesku nöfnum en sum þeirra voru ís- lenskuð, t.d. Fúksía fyrir Fuchsia, Pelargónía fyrir Pelargonium. Næst í röðinni var bókin Inni- jurtir (1936), sem Óskar B. Vil- hjálmsson tók saman. Þar er fjallað um u.þ.b. 150 ættkvíslir erlendra plantna og allmargar tegundir nefndar sem hægt er að rækta í stofum eða gróðurskálum. Um nafngiftir segir höfundur á bls. 37: „Nöfn öll eru á latínu (grísku eða indversku) og hafa al- þjóðagildi. Flestum jurtunum fylgir auk þess íslenzkt nafn. Venjulega er það fræðinafnið, danska eða þýzka nafnið, sem eru íslenzkuð. Nöfnin eru flest ný og ber aðeins að taka sem tillögur." Þessi íslensku ættkvíslanöfn eru oftast tví- eða þríliðuð og því ekki hentug til að leiða af þeim tegunda- nöfn, enda er það varla reynt. Árið 1957 gaf Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri út bókina Stofublóm eftir Ingólf Davíðsson. í henni er getið um 170 plöntuætt- kvísla, með latneskum og íslensk- um nöfnum. I formála kemur fram að „nöfn plantnanna eru að mestu leyti þau sömu og í Rósum og Inni- jurtum", en „mörgum tegundum (einkum hinum nýrri) hafa verið gefin íslenzk nöfn, ef þau voru ekki til áður". Ekki verður séð að nein regla sé í þessum nafngiftum og tví- eða fleirkvæð nöfn eru allmörg, svo sem börn Leu (Spironema fragrans), gyðingurinn gangandi (Tradescentia) og dísa í dalakofanum (Disandra). Árið 1964 kom út bókarkverið Stofublótn í litum sem Ingimar Ósk- arsson þýddi og staðfærði eftir dönsku kveri. Síðan hefur fjöldi slíkra bóka verið gefinn út hérlend- is, flestar eða allar þýddar, og eru fræðinöfnin oftast notuð sem aðal- nöfn enda þótt íslenskra nafna sé líka getið. Svo virðist sem íslensk 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.