Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 80

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 80
Náttúrufræðingurinn 4. mynd. Mælingar á höfuðkúpum leiða ekkert í Ijós um greind eða persónuleika, en þær veita upplýsingar um hvar forfeðurnir hafi lifað7 Nú geta menn líka sótt upp- lýsingar úr hvatbera-DNA um það hvort þeir séu komnir af víkingum eða keltneskum forfeðrum á Orkn- eyjum eða Suðureyjum. Sykes og félagar hans eru nú að safna efni í gagnagrunn, The Oxford Genetic Atlas, sem á að hjálpa Bretum við að komast að því hvort þeir séu komnir af Bretónum, Söxum eða norrænum víkingum. Alheimsgagnagrunnur Erfðafræðingar við Brigham Young- háskóla í Salt Lake City í Utah safna nú efni í alheims-DNA-gagnagrunn, sem fullbúinn, eftir fáein ár, á að geyma um 100.000 sýni. Til að fá nafn sitt skráð í grunninn þurfa mertn að geta rakið ættir sínar aftur um fjórar kynslóðir. Þeir verða að geta nefnt átta langalangalangafa og jafnmargar langalangalangömmur og vita hvar þau fæddust. Gagnagrunnurinn, sem verður opinn almenningi, mun einkum nýtast bandarískum innflytjendum sem misst hafa tengsl við gamla landið. Með því að senda þangað DNA-sýni geta menn komist að því hvort forfeður þeirra og formæður hafi til dæmis komið frá ákveðnum hluta Rússlands, sem auðveldar áaleitina auðvitað verulega. Hausamælingar Mælingar á lögun og stærð á höfuðkúpum, ekki síst á innanmáli þeirra, hófust með mannbótastefn- unni (eugenics) á 19. öld. Upphafs- maður stefnunnar, Francis Galton, frændi Darwins, taldi að flest í fari martna, og þar með gáfnafar, væri arfgengt og mælanlegt og menn af hinum ýmsu kynþáttum væru mis- vel gerðir andlega. (Að sjálfsögðu báru hvítir menn af, og í fremstu röð þeirra voru breskir hástéttar- og aðalsmenn.) Hugmyndir hans breiddust brátt til annarra landa. Þekktur og virtur franskur læknir og mannfræðingur, Paul Broca, mældi heila landa sinna í þeirri trú að rúm- tak þeirra væri mælikvarði á gáfur berendanna. Ein af röksemdum Broca og fylgismanna hans fyrir þessu var að konur hefðu minni heila en karlar og eins og allir vissu væru þær lakar gefnar.3, 4 Annað heilafóstur Broca var „höfuðvísi- talan" (cephalic index), hlutfallið milli breiddar og lengdar höfuðkúp- unnar, og þóttu hinir langhöfðuðu norðurlandabúar og aðrir „aríar" gáfaðri og æðri mönnum með styttri haus, svo sem Finnum og Böskum. Hámarki náði þessi vitleysa með kynþáttakenningu þýskra nasista, og verður raunar að vona að þeir hafi tekið hana með sér í fallinu. Ekki eru höfuðmælingar samt úr sögunni. Bandarískur mannfræðing- ur, William Howells, sem nú er á níræðisaldri, hefur lengi talið að þær geti reynst verðmætt rannsókna- tæki. Árið 1987 birti hann árangur mælinga sinna, sjötíu mælistærðir af sérhverri af 2.500 hauskúpum manna úr öllum hlutum heims. Hausamælingar í þágu réttvísinnar Ástralskur mannfræðingur og rétt- arlæknir, Richard Wright, sá í mælingum Howells tæki til að varpa ljósi á uppruna ýmissa þjóða og þjóðarbrota og á þjóðflutninga, auk þess sem hann notar mælitæknina í réttarlæknisfræði, við að bera kennsl á lík sem ekkert er eftir af nema beinin. Hann bjó til tölvuforrit, CRANID, sem ber saman fólk frá ýmsum tímum og stöðum út frá höfuðmálum þess. Ástralskur vísindafréttamaður, Leigh Dayton, lýsir dæmi um gagnsemi þessarar tækni í réttar- læknisfræði.7 Fyrir rúmum tíu árum komu byggingaverkamenn í Cardiff niður á bein stúlku sem leit út fyrir að hafa verið myrt. Höfuðkúpan var send á Náttúrugripasafnið í Lundúnum, þar sem Rob Kruszynski, starfs- maður á mannfræðideild safnsins, tók við kúpunni og færði 33 mæling- ar af henni inn í CRANID-forrit. Nokkrum mínútum síðar upplýsti tölvan að höfuðkúpan myndi vera af hvítri stúlku af blönduðum, bresk- um og erlendum uppruna. Lögregl- an fékk með þessu ábendingar um líklegan hörunds- og háralit stúlk- unnar og birti endurgerða mynd hennar í fjölmiðlum. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að stúlkan hét Karen Price, brotthlaupinn táningur af velsku, kýpurgrísku, spænsku og bandarísku kyni. Ekki fylgir sögunni hvort morðinginn náðist. 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.