Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 85

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sunnan og austan og að Heiðarbæ að norðan og vestan og þekur meiri- hlutann af botni Þingvallavatns. Frá Tintron er besta útsýni yfir hraunið og vatnið í heild með einkennis- fjöllum sigdældarinnar og íslands, móbergshryggjunum Arnarfelli og Miðfelli. Frá Tintron sést hvernig hraunstraumur, brotalínur og Þing- vallavatn sameinast í eina heild, sjálfan Atlantshafshrygginn (3. mynd). Gjábakkaland er friðað með þjóð- garðslögum nr. 59 frá 7. maí 1928. Laugarvatnsland er verndað með samningi milli Menntamálaráðu- neytisins og Héraðsnefndar Ámes- inga frá 5. janúar 1996. Þar segir í bókun II: „Menntamálaráðuneytið lýsir pví yfir að það stefnir að því að sá hluti lands Laugarvatns, sem kemur í hlut ríkisins með samningi þessum og ekki verður nýtturfyrir skólastarf, íþróttaaðstöðu ogferða- mannaþjónustu, verði gerður að almennu útivistarsvæði í sam- starfi við Þjóðgarðinn á Þing- völlum og Náttúruverndarráð." Umhverfisstofnun vinnur að friðun á stómm þjóðgarði utan um þann gamla, e.k. vemdarsvæði Þing- vallavatns („buffer zone"), sem inn- limar Eldborgahraunið inn í veg- legan þjóðgarð sem ætlað er að ná frá Langjökli í Sog, þ.e. norðurhluta vatnasviðsins. Nú er því þannig varið að á alþjóðlegan mælikvarða (sbr. UNESCO, Menningar- og vísinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna) em sett ströng skilyrði fyrir náttúru- verndarfriðun. Akstur um þjóð- garða Norður-Ameríku er þannig víða bannaður vegna niturmengun- ar og í Yosemite og Grand Canyon þjóðgörðunum verða gestir t.d. að leggja bílum sínum utan þjóðgarðs en em síðan keyrðir í hópferðabíl inn í sjálfan þjóðgarðinn. Hraðbraut með 70-90 km hámarkshraða kemur auðvitað ekki til greina. Þar sem aka má inn í þjóðgarða er hraðinn takmarkaður við um 50 km/klst., og þannig er það líka í Þingvalla- þjóðgarðinum. 2. mynd. Viljum við Þingvallavatn blátt og tært eða grænt og gruggugt? Sveinbjörn Jóhannesson, bóndi á Heiðarbæ gerir að murtuaflanum á blátæru vatninu. Ljósmynd Páll Stefánsson. 3. mynd. Útsýni frá Eldborgum ofan við Tintron yfir sjálfan Atlantshafshrygginn og Þingvallavatn, sem fyllir sigdældina. Brotalínur ytri sigdældarinnar í Lyngdalsheiði að austan og Súlnabergi að vestan ásamt innri brotalínum. Hrafragjá og Almannagjá sjást héðan. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson. 83

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.