Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 89
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
9. tnynd. Eldborgahraunið séð sunnan frá Sogi. Óskert víðerni í 10 púsund ár. Hraunrákir eru enn mjög fagrar práttfyrir aldurinn.
Þingvallavatn er á ís. Kóngsvegurinn er ósýnilegur ogfellur pannig vel að landslagi. Áætluð hraðbraut er teiknuð inn á með rauðu.
Ljósm. Sigurður H. Stefnisson.
í HNOTSKURN
Hvaða þjóð önnur á slíkt svæði sem
þorri hennar kemst til á broti úr degi
og höfuðborgarbúar á klukkustund?
Eftirfarandi staðreyndir ber að hafa í
huga:
• Þjóðin missir fjölskylduvænan
fegurðarveg og útsýni yfir sjál-
fan Atlantshafshrygginn og
þjóðgarðinn í heild fyrir hrað-
braut 154 Laugdælinga, því að
gamli Kóngsvegurinn, þ.e.
útsýnispallurinn hjá Tintron er
í um 350 m h.y.s. en ný Mið-
fellsbraut liggur í 150-200 m
h.y.s. (sbr. matsskýrslu VSÓ
2003; 9. mynd).
• Það er óþekkt fyrirbæri að
leggja hraðbraut (90 km/klst.)
inn í þjóðgarð og um óskert
víðemi.
• Nýrri leið fylgja þungaflutn-
ingar í gegnum þjóðgarðinn.
Með hraðbrautum bæði að
austan og vestan er gamli
þjóðgarðurinn orðinn hluti af
hraðbrautakerfi og missir þar
með nrarkmið sitt sem þjóð-
garður. Aukin og hraðari
umferð þýðir aukna nitur-
mengun sem þýðir aftur að
Þingvallavatn verður með
tímanum grænt og gruggugt.
Búsvæði sílableikju og murtu
munu rýma (10. mynd).
• Kóngsvegurinn er 4 km styttri
en Miðfellsbraut (tillaga 7 og 3).
Kóngsvegurinn lengir ekki
ökutímann.
• Endurbætur á Grafningsvegi,
gamalli leið milli Heiðarbæjar
og Nesjavalla, eru stórvel
heppnaðar.
• Fordæmisleið er vegurinn frá
1974 um þjóðgarðinn. Svip-
aðar aðgerðir er mjög auðvelt
að gera á Kóngsveginum.
• Kóngsvegurinn er snjóléttari
en aðrar leiðir og er fær um
350 daga á ári, lengur en
snjóakistan Mosfellsheiði. Sú
er reynsla veðurmælinga og
okkar sem smöluðum landið
fyrmm.
• Verndum reiðleið Gunnars frá
Hlíðarenda og Njáls á Berg-
þórshvoli og sona hans.
• Þjóðgarðs- og vatnsverndar-
frumvörp ríkisstjórnarinnar
hafa verið sett fram á Alþingi
eftir nokkurra ára töf. Brýnt er
að vernda allt vatnasvið Þing-
vallavatns og þar með aus-
tursvæðið líka gegn mengun,
því að vatnasviðið er framtíð-
arvatnsból 70% þjóðarinnar.
• Mengandi hraðbraut á þessu
svæði samrýmist ekki vatns-
verndarfmmvarpi.
• Verndum allt vistkerfi Þing-
valla - hið mikla náttúmundur
- fyrir komandi kynslóðir.
Lokaorð
Fegurð náttúrunnar er þjóðarauður
sem fólkið í landinu á að búa að á
hverjum tíma. Ein kynslóð getur lagt
hana í auðn og valdið óbætanlegu
tjóni um langan aldur, jafnvel að
eilífu. Engin kynslóð sem hefur verð-
uga framtíðarsýn og ber virðingu
87