Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 34
SPRENGINGIN I TUNGUSKA J 1. mynd. Kort sem sýnir afstöðu Tunguska til ýmissa staða í Síberíu. Rauða línan sýnir leið og teina Síberíu- hraðlestarinnar. eigandans taldi sig þó ekki bótaskylt í þessu tilfelli, en bíleigandanum voru raunar boðnir 69.000 dalir fyrir steininn sjálfan (Kuhn 1994). Stærri steinar eru fremur sjaldgæfir og raunar þeim mun sjaldgæfari sem þeir eru stærri. Þó kemur fyrir að verulega stórir steinar falli til jarðar, jafnvel nokkrir kílómetrar í þvermál. Fylgja þeim miklar hamfarir og er talið að einn slíkur hafi átt sinn þátt í að risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljón árum. Það er reyndar ekki sjálfur áreksturinn sem veldur útrýmingu tegunda heldur loftslagsbreytingar sem verða þegar óhemjumagn af ryki og sóti þyrlast upp í gufuhvolfið og dregur fyrir sólu. Kólnandi veðurfar getur fylgt í kjölfarið og geta veður- farsbreytingamar staðið árum saman. Slrkir stórsteinar eru þó sem betur fer afar sjaldgæfir og væntanlega munu milljónir ára líða þar til annar álíka stór skekur jarðarkúluna. Þá er þess skemmst að minnast er leifar halastjörnunnar Shoemaker-Levy 9 rákust á reikistjörnuna Júpíteríjúlímánuði 1994 (t.d. Gunnlaugur Björnsson 1994). Urðu þar miklar hamfarir er breyttu ásýnd reikistjörn- unnar allmikið næstu mánuði á eftir. Skömmu eftirkl. 7 að morgni hins 30. júní 1908 sáu Kínverjar vígahnött renna yfir hvelfinguna með stefnu til norðvesturs. Skömmu síðar var hnötturinn kominn svo langt niður í gufu- hvolf jarðar að úr varð gífurleg sprenging. Þá var hnötturinn staddur beint yfir bökkum Tunguska-árinnar og er atburð- urinn síðan við hana kenndur. Sem betur fer er þetta afar afskekkt svæði og því varð lítið manntjón eftir því sem best er vitað, en allnokkur hreindýr eru talin hafa drepist í sprenging- unni. Þá lögðust tré undan þrýstibylgjunni allt að 50 km frá sprengimiðjunni, en öll tré sem nær voru en 25 km brotnuðu. Eina undantekningin frá því voru tré sem voru beint undir sprenging- unni en þau stóðu flest upprétt. Af þeim brotnuðu þó og sviðnuðu allar greinar og stóð ekkert eftir nema stofninn. Skógareldar kviknuðu og loguðu dögum saman. Höggbylgjan frá sprengingunni fram- kallaði jarðskjálfta og henni fylgdi að sjálf- sögðu mikill hvellur og er talað um að ómurinn hafi heyrst alla leið til London. Vitað er að þrýstibylgjan fór a.m.k. tvo hringi íkringumjörðina, því hún kom fram á loftþrýstingsmælum víða um heim, m.a. á mælurn Kaupmannahafnarháskóla. Einnig kom hún fram á fjölda mæla í Evrópu. Styrkur jarðskjálftans sem varð við áreksturinn hefur verið áætlaður um 5 á Richter. All- langur tími leið þó frá árinu 1908 þar til menn áttuðu sig á því hver var raunveruleg orsök atburðanna á skjálfta- og þrýstingsmælun- um, m.a. vegna þess hve afskekkt Tunguska er(Rasmussen 1997). Útreikningar síðari tíma benda til að þarna hafi verið á ferðinni hlutur allt að 60 m í þvermál og kom hann inn í gufuhvolfið með hraða allt að 40 km/s, en það samsvarar um 140.000 km/klst. Á slíkum hraða verkar gufu- 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.