Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 21
BIRGIR GUÐJÓNSSON Mat Á VÍSINDAVINNU Science Citation Index sem matstæki ísindavinna er einn af megin- þáttunum í verðleikamati (meritum) fræðimanna, t.d. lækna og raun- ----------vísindamanna, og er aðskilin frá öðrum þáttum, svo sem alhliða þekkingu í viðkomandi fræðigrein, forystu- og kennslu- hæfni. Vísindavinna getur verið margs konar og mat á vísindavinnu er því ekki einhlítt, en miðast í upphafi m.a. við fjölda greina sem viðkomandi vísindamaður hefur fengið birtar í viðurkenndum, ritrýndum tímaritum. Gildi vísindavinnu er þó fyrst hægt að meta síðar og margir telja notkun viðkomandi vísindaverks í vinnu og rit- störfum annarra vísindamanna, þ.e. sem tilvitnun, veigamikinn mælikvarða á gildi viðkomandi vísindaverks. Science Citation Index (SCI) er gagna- grunnur þar sem skráðar eru tilvitnanir í vísindagreinar einstaklinga, þ.e. hversu oft er vitnað til þeirra í skrifum annarra vísinda- manna í þekktum alþjóðlegum tímaritum. Birgir Guðjónsson (f. 1938) lauk cand. med. et chir.-prófi frá læknadeild Háskóla Islands 1965. Hann stundaði framhaldsnám í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við Yale-háskólann í New Haven í Connecticut og varð síðan lektor (assist- ant professor) þar. Hann hefur lokið sérfræði- prófum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er Fellow í American College of Physicians (FACP) og Royal College of Physicians f London (FRCP) og félagi í meltingarfræðafélögum í báðum löndunum. Rann- sóknastörf hans hafa aðallega tengst krabbameini í briskirtli. Hann er í ritstjórn HPB, tfmarits Inter- national Hepato Pancreato Biliary Association. Birgir starfar nú á Læknastöðinni Alfheimum 74 og á Hrafnistu í Hafnarfirði. Tilvitnanir í kennslubókum eru ekki skráðar í grunninn. SCI hefur m.a. verið notaður til mats ádeildum Háskóla íslands (N.N. 1992) og í alþjóðlegum samanburði á vísinda- framlagi þjóða (R.M. May 1997). Til fróðleiks má geta þess að enn er vitnað í verk Alberts Einstein 400-600 sinnum á ári tæplega 50 árum eftir lát hans. Tilvitnanir í verk íslenskra raunvísindamanna, einkum lækna og jarðvísindamanna, hafa verið kannaðar til að fá yftrsýn yfir tilvitnanatíðni og meta notagildi SCI. ■ EFNI OG AÐFERÐIR Gagnagrunnurinn Science Citation Index nær aftur til ársins 1945. Grunnurinn var í byrjun eingöngu gefinn út í bókarfonrii en síðari ár einnig í tölvutæku formi á geisladiski. Bækumar koma út mánaðarlega, en síðar heildarútgáfa fyrir hvert ár og loks bækur sem ná yfir 5-10 ára tímabil. Geisladiskamir koma út á þriggja mánaða fresti og síðar heildarútgáfa hvers árs. Einnig er nú hægt að komast í beintengingu við SCI í gegnum Netið, t.d. í gagnasafninu DIALOG, og nær sú útgáfa aftur til ársins 1974. Hér á landi em til gögn frá 1978 en eldri upplýsinga verður að leita í bókasöfnum erlendis. 1 SCI er skráð nafn tímarits, útgáfuár, bindi og upphafsblaðsíða en ekki titill viðkomandi greinar. Aðeins er getið fyrsta höfundar án tillits til fjölda meðhöfunda. Nöfn höfunda eru skráð í SCI sem eftirnöfn Náttúrufræðingurinn 69 (1), bls. 19-26, 1999. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.